25. fundur 14. maí 2018 kl. 15:00 - 16:00 í Námsveri í kjallara Miðjunnar á Hellu
Nefndarmenn
  • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
  • Egill Sigurðsson oddviti
  • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
  • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Formaður lagði til að við dagskránna bættist liður 2. Erindi varðandi skólaakstur í Laugalandsskóla. Það var samþykkt samhljóða. Sigrún B. Benediktsdóttir leikskólastjóri á Laugalandi kom til fundar undir lið 1.
SBB kom til fundar.

1.Leikskólinn Laugalandi - erindi frá leikskólastjóra

1805004

Erindi varðandi starfsauglýsingar og námsleyfi.
SBB kom til fundar og kynnti erindið fyrir stjórninni, svaraði spurningum og ræddi málin varðandi starfsmannamál næsta vetrar.

Tillaga er um að stjórn Odda bs samþykki tillögu SBB um að auglýsa laust starf aðstoðarleikskólastjóra tímabundið og að heimila leikskólastjóra að fara í 50% námsleyfi í 9 mánuði frá og með 1. september nk.

Samþykkt samhljóða.


SBB vék af fundi eftir að hafa kynnt málið og rætt við stjórn Odda bs.

2.Erindi vegna skólaaksturs í Laugalandsskóla

1805025

Erindi foreldra við Laugalandsskóla um öryggisþætti í skólabílum lagt fram. Samþykkt samhljóða að fela framkvæmdastjóra Odda bs að fara yfir málið með skólastjóra og leggja fram tillögur á næsta fundi Odda bs.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?