26. fundur 14. maí 2018 kl. 16:00 - 18:45 í Námsveri í kjallara Miðjunnar á Hellu
Nefndarmenn
 • Þorgils Torfi Jónsson oddviti
 • Egill Sigurðsson oddviti
 • Yngvi Karl Jónsson aðalmaður
 • Sólrún Helga Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Nanna Jónsdóttir sveitarstjóri
 • Sigurgeir Guðmundsson embættismaður
 • Sigrún B Benediktsdóttir embættismaður
 • Auður Erla Logadóttir embættismaður
 • Björg K Björgvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðbjörg Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sigríður Aðalsteinsdóttir embættismaður
 • Elfa Ósk Guðlaugsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • María Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Kristín Sigfúsdóttir embættismaður
Starfsmenn
 • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Vorfundur Odda bs með áheyrnarfulltrúum. Kristín Sigfúsdóttir aðstoðarskólastjóri sat fundinn í forföllum Sigurjóns Bjarnasonar skólastjóra. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 2.

1.Ársskýrslur skólanna 2017-2018

1805022

Skýrslur skólanna fyri vorfund Odda bs um starfsemi líðandi skólaárs.
Skólastjórar kynntu ársskýrslu hvers skóla fyrir sig og fóru yfir þau atriði sem skólastefnan kveður á um að skuli fara yfir á vorfundi Odda bs. Jafnframt voru gögn lögð fram til kynningar og umræðu. Tillaga um að vorfundur Odda bs. staðfesti að skýrslur skólastjóranna hafi verið fullnægjandi og taki á þeim atriðum sem skólastefnan kveður á um.

Samþykkt samhljóða.

2.Ársreikningur Odda bs 2017

1804007

Reikningurinn er til kynningar
KV kynnti helstu atriði í Ársreikningi Odda bs. fyrir árið 2017.

Lagt fram til kynningar.

3.Ytra mat Grunnskóla Odda bs 2017

1701015

Eftirfylgni við umbótaáætlun grunnskólanna í kjölfar ytra mats.
SG og KS kynntu stöðu mála varðandi umbótaáætlun í kjölfar ytra mats á síðasta ári. Tillaga er um að vorfundur Odda bs. staðfesti að unnið er að umbótum í samræmi við áætlunina og verkinu miðar ágætlega. Var það samþykkt samhljóða.

4.Skóladagatöl 2018-2019

1805005

Skóladagatölin lögð fram til staðfestingar.
Lögð fram til staðfestingar skóladagatöl allra skólanna. Jafnframt lagt fram til kynningar skóladagatal Tónlistarskóla Rangæinga. Tillaga um að vorfundur Odda bs staðfesti skóladagatölin fyrir skólaárið 2018-2019 og var það samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?