3. fundur 23. október 2018 kl. 08:00 - 09:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár lagði fomaður til að við bættist liður 6. Evrópsk vímuefnarannsókn og var það samþykkt. Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri undir liðum 1-2 og Ágúst Sigurðsson sem ritaði fundargerð.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 23102018

1810049

Rekstur Odda bs janúar-september 2018
Farið yfir rekstur Odda bs janúar-september 2018.

2.Rekstraráætlun 2019 - Oddi bs

1808018

Fjárhagsáætlun 2019 lögð fram til samþykktar
Lögð fram og rædd tillaga að rekstraráætlun 2019 fyrir Odda bs. Rekstraráætlunin gerir ráð fyrir að gjaldskrá Odda bs breytist í takt við verðlagsbreytingar. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna Odda bs verði 905.834.000 sem skiptist þannig að hlutur Rangárþings ytra verður 766.783.000 og hlutur Ásahrepps 139.051.000. Áætlunin miðar við fjölda grunn- og leikskólabarna þann 1. október 2018 sem er 191 grunnskólabarn og 110 leikskólabörn sem telja 140,6 barngildi.

Tillaga um að samþykkja fjárhagsáætlun 2019 fyrir Odda bs.

Samþykkt samhljóða.

3.Skólaakstur á aksturssvæði Odda bs

1709030

Endurskoðun á reglum Odda bs um skólaakstur.
Lagðar fram endurskoðar reglur um skólaakstur fyrir Odda bs og þær samþykktar samhljóða.

4.Ytra mat leikskóla 2019

1810050

Opið er fyrir umsóknir um ytra mat leikskóla til 10. nóvember n.k.
Menntamálastofnun hefur opnað fyrir umsóknir fyrir ytra mat á leikskólum árið 2019. Tillaga um að Oddi bs sendi inn umsókn fyrir báða sína skóla.

Samþykkt samhljóða.

5.Námskeið fyrir fræðslunefndir

1810052

Tilboð frá Tröppu um námskeið í fræðslumálum.
Lagt fram til kynningar.

6.Rannsókn á vegum HÍ - evrópsk vímuefnarannsókn

1810062

Ósk um leyfi til rannsóknar.
Tillaga er um að stjórn Odda bs geri ekki athugasemd við að Háskóli Íslands hafi samband við grunnskóla Odda bs í tengslum við evrópsku vímuefnarannsóknina (ESPA).

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?