4. fundur 19. nóvember 2018 kl. 08:00 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýrsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir liðum 3 og 4.

1.Skólaheimsóknir 2018

1811034

Heimsókn í Heklukot
Farið var í heimsókn á Heklukot og leikskólinn skoðaður undir leiðsögn Auðar Erlu Logadóttur leikskólastjóra.

2.Leikskólinn Heklukot - ný deild

1811035

Undirbúningur vegna nýrrar leikskóladeildar, skoðun á húsnæði.
Farið var í heimsókn að Þrúðvangi 18 þar sem áætlað er að opna nýja leikskóladeild fyrir yngstu börnin um áramót. Auður Erla Logadóttir leikskólastjóri og Heimir Hafsteinsson umsjónarmaður fasteigna fóru yfir þau atriði sem þarf að breyta og endurbæta í húsnæðinu. Framkvæmdir hafa verið í undirbúningi og verða nú settar af stað af krafti en húsið er að losna úr leigu.

3.Rekstraryfirlit Odda bs 15112018

1811032

Yfirlit um rekstur janúar-október 2018
KV kynnti yfirlit um rekstur Odda bs janúar-október.

4.Gjaldskrá Odda bs 2019

1811036

Uppfærð gjaldskrá Odda bs miðað við forsendur í samþykktri rekstraráætlun.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá Odda bs fyrir árið 2019 og hún samþykkt samhljóða.

5.Skólamötuneyti - endurskoðun fyrirkomulags

1811037

Hugmyndir um þróun skólamötuneytanna
Rætt um fyrirkomulag mötuneytismála hjá skólum Odda bs. Góð sátt hefur verið með mötuneytismálin hvað varðar gæði og þess háttar en alltaf þarf að vera á vaktinni með hvernig gera má enn betur þannig að þessi gríðarlega mikilvægi þáttur sé til fyrimyndar á allan hátt. Hjúkrunarheimilið Lundur hefur séð Heklukoti fyrir mat nú um allnokkurt skeið og eins hefur verið fenginn matur af Lundi yfir sumarleyfistímann í Leikskólann á Laugalandi. Komið hefur fram að Hjúkrunarheimilið Lundur hefur sagt upp samningnum í óbreyttri myndi. Þá þykir eldhúsaðstaða í knappara lagi við Grunnskólann á Hellu. Ástæða er því til að taka afstöðu til hvort endurskoða eigi mötuneytismálin í heild sinni fyrir haustið 2019 og stefna jafnvel að því að elda allan mat fyrir skólana á einum stað og er þá litið til aðstöðunnar á Lauglandi sem ágætum kosti fyrir slíkt sameiginlegt eldhús. Stjórn Odda bs telur rétt að skoða þessi mál og felur sveitarstjórum að ræða við skólastjórnendur og forstöðufólk skólamötuneytanna varðandi þessi mál og leggja fram minnisblað á næsta fundi Odda bs sem áætlaður er mánudaginn 10. desember kl 8:00.

6.Ytra mat leikskóla 2019

1810050

Svar Menntamálastofnunar við umsókn um þátttöku í ytra mati.
Fyrir liggur svarbréf Menntamálastofnunar varðandi umsókn Odda bs um ytra mat á leikskólunum Heklukoti og á Laugalandi. Ekki reyndist unnt að verða við umsókninni að þessu sinni. Stjórn Odda bs hyggst því sækja um að nýju á næsta ári.

7.Skólaakstur á aksturssvæði Odda bs

1709030

Erindi frá skólabílstjórum um taxta fyrir skólaakstur.
Fyrir liggur erindi frá skólabílstjórum Odda bs með ósk um fund varðandi endurskoðun samninga. Ákveðið að fela oddvitum og sveitarstjórum að funda með skólabílstjórum.

8.Námskeið fyrir fræðslunefndir

1810052

Námskeið á vegum Sambands Íslenskra Sveitarfélaga.
Til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?