5. fundur 10. desember 2018 kl. 08:00 - 10:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri

1.Skólaheimsóknir 2018

1811034

Heimsóknir í Laugalandsskóla og Leikskólann á Laugalandi
Stjórn Odda heimsótti húsakynni Laugalandsskóla og Leikskólans á Laugalandi undir leiðsögn skólastjórnenda. Skoðuð var aðstaða og búnaður og rætt við starfsmenn.

2.Rekstraryfirlit Odda bs 10122018

1812010

Yfirlit um rekstur byggðasamlagsins lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit fyrir Odda bs janúar-nóvember.

3.Samþykktir fyrir byggðasamlagið Odda bs

1512003

Endurskoðun samþykktanna
Samþykktirnar hafa reynst mjög vel þau ár sem þær hafa verið í gildi og er ekki talin þörf á breytingum nema hvað uppfæra þarf greinar 10 og 11 þar sem kveðið er á um endurskoðun og gildistöku. Lagt er til að greinar 10 og 11 verði orðaðar á sama hátt og samþykktir fyrir Húsakynni bs og lagðar fyrir næsta fund sveitarstjórna.

Samþykkt samhljóða.

4.Skólaakstur á aksturssvæði Odda bs

1709030

Tillaga um endurskoðaða aksturstaxta.
Lagt var fram minnisblað frá fundum fulltrúa stjórnar Odda bs og skólabílstjóra. Niðurstaða viðræðnanna er tillaga um að gerð verði 10% hækkun á taxta eins og þeir eru í dag. Síðan verði taxtar uppreiknaðir skv. vísitölu líkt og áður hefur verið ákveðið og að það verði gert tvisvar á ári þ.e. í upphafi haust- og vorannar.

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

Einnig var lagt fram til kynningar erindi frá skólabílstjórum varðandi akstur á viðburði utan skólatíma og mögulega þátttöku skólabílstjóra í námskeiðum o.þ.h. á vegum skólanna. Sveitarstjórum falið að ræða við skólastjóra og afgreiðslu frestað til næsta fundar Odda bs.

5.Skólamötuneyti - endurskoðun fyrirkomulags

1811037

Minnisblað
Lagt fram til kynningar minnisblað sveitarstjóranna um stöðu málsins. Samþykkt að vinna áfram með málið á grunni minnsblaðsins sem fylgir með fundargerðinni.

6.Leikskólinn Heklukot - ný deild

1811035

Upplýsingar um stöðu framkvæmda
Lagt fram til kynningar minnisblað um stöðu mála við undirbúning nýrrar leikskóladeildar við Heklukot.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?