6. fundur 22. janúar 2019 kl. 08:15 - 11:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Einnig sátu fundinn Klara Viðarsdóttir undir lið 2. og Eyþór Máni Steinarsson og Muhammad Azfar Karim undir lið 3.

1.Skólaheimsóknir 2019

1901029

Heimsókn í Grunnskólann á Hellu
Stjórn Odda heimsótti húsakynni Grunnskólans á Hellu undir leiðsögn skólastjórnenda. Skoðuð var aðstaða og búnaður og rætt við starfsmenn.

2.Rekstraryfirlit Odda bs 22012019

1901028

Yfirlit um rekstur Odda bs janúar-desemnber 2018
Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit Odda bs janúar-desember 2018.

3.Efling náms í upplýsingatækni og forritun

1901030

Erindi frá Eyþóri Mána Steinarssyni frá Skema Háskólans í Reykjavík og Muhammad Azfar Karim frá Grunnskólanum á Hellu.
Eyþór Máni Steinarsson og Muhammad Azfar Karim kynntu hugmynd sína um að byggja forritun inn í námsskrá grunnskóla Odda bs. Þeir fóru yfir þróun í þessum málum innanlands og erlendis og telja mikilvægt að grunnskólar Odda bs taki ákveðin skref í þessum efnum. Tillaga þeirra er að stjórn Odda taki stefnumarkandi ákvörðun um að forritun verði í ríkum mæli hluti af námsskrám skólanna og hluti af skólastefnunni.

Tillaga um að stjórn Odda bs lýsi yfir áhuga á hugmyndinni og feli ÁS að ræða við skólastjórnendur um verkefnið og skila minnisblaði á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

4.Erindi frá skólabílstjórum

1901032

Erindi um hagsmunamál skólabílstjóra Odda bs.
Tekið fyrir erindi frá skólabílstjórum Odda bs varðandi akstur á viðburði utan skólatíma og mögulega þátttöku skólabílstjóra í námskeiðum o.þ.h. á vegum skólanna. Tillaga er um að stjórn Odda bs árétti að það er lagt í hendur skólastjóranna að velja hvaða ferðamáti hentar hverju sinni. Oftast á það við að skólabílar séu nýttir til aksturs nemenda á viðburði tengda skólunum utan skólatíma en stundum á það við að pantaðir eru stærri bílar eða aðrir kostir nýttir. Þá vill stjórn Odda bs beina því til skólastjórnenda að skólabílstjórum verði boðið að taka þátt í viðburðum og námskeiðum sem tengjast skólastarfinu eins og kostur er.

Samþykkt samhljóða.

5.Sumarlokun Heklukots 2019

1901034

Erindi frá leikskólanum Heklukoti.
Tekin fyrir tillaga um sumarlokun Heklukots til næstu tveggja ára. Tillagan er byggð á könnun meðal foreldra sem unnin var af leikskólaráðgjafa Skólaþjónustu Rangárvallasýslu og V-Skaftafellssýslu bs og hefur verið samþykkt af foreldraráði leikskólans.

Sumarlokanir Heklukots 2019-2020 verði sem hér segir:
Sumarið 2019 verði lokað frá og með miðvikudeginum 3. júlí til og með miðvikudeginum 31. júlí. Sumarið 2020 verði lokað frá og með miðvikudeginum 8. júlí til og með fimmtudeginum 6. ágúst.

Staðfest samhljóða af stjórn Odda bs.
Fylgiskjöl:

6.Dagur leikskólans

1901031

Miðvikudaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í 12. sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Lagt fram til kynningar.

7.Íslandsmót verk- og iðngreina

1901033

Íslandsmót og framhaldsskólakynning verk- og iðngreinar Laugardalshöll 14-16 mars 2019.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?