8. fundur 26. febrúar 2019 kl. 08:15 - 10:10 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Björk Grétarsdóttir formaður er í leyfi og Ágúst Sigurðsson situr stjórnarfundinn sem varamaður hennar. Einnig sátu fundinn undir lið 3. Rósa Hlín Óskarsdóttir, Heimir Hafsteinsson og Klara Valgerður Brynjólfsdóttir.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 25022019

1902024

Rekstur Odda bs árið 2018 og janúar 2019.
Klara Viðarsdóttir fór yfir rekstraryfirlit Odda bs fyrir janúar 2019 og einnig fór hún yfir rekstur síðasta árs en þar er um að ræða nánast lokaniðurstöður.

2.Erindi frá skólastjóra Grunnskólans á Hellu

1902028

Sigurgeir Guðmundsson kemur til fundar.
Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri kom til fundar og afhenti uppsagnarbréf sitt en hann stefnir að því að láta af störfum í lok þessa skólaárs. Þess má geta að Sigurgeir hóf störf árið 1984 og er því að ljúka 35 ára samfelldum starfsferli við Grunnskólann á Hellu.

Ágústi Sigurðssyni falið að vinna drög að auglýsingu og senda á stjórnarmenn í tölvupósti til staðfestingar.

3.Leikskólinn Heklukot - ný deild

1811035

Rósa Hlín Óskarsdóttir fór yfir starfsemina í Heklukoti, starfsmannamál, fjölda barna og fl. Heimir Hafsteinsson fór yfir stöðuna varðandi undirbúning hinnar nýju deildar í Lundakoti en þar er verið að ljúka frágangi. Einnig mætti til fundar Klara Valgerður Brynjólfsdóttir formaður foreldrafélags Heklukots til að fara yfir málin. Fyrir liggur að mögulegt væri að opna nýja deild aðstöðulega séð um 15. mars en því miður er mönnun ekki tryggð enn sem komið er. Vonir standa til að mönnunarmálin geti skýrst betur á næstu dögum.

Ákveðið var að efna til fundar með foreldrum leikskólabarna miðvikudag 27. febrúar kl 17:00 í Menningarsalnum/Safnaðarheimilinu. ÁS og RHÓ falið að undirbúa þann fund og láta boð út ganga.

4.Efling náms í upplýsingatækni og forritun

1901030

Minnisblað lagt fram um málið.
Staðan tekin á verkefninu en afgreiðslu frestað til næsta fundar Odda bs.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?