10. fundur 26. mars 2019 kl. 08:15 - 09:50 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Í fjarveru formanns, sem er í leyfi, setti fund Ágúst Sigurðsson varamaður og framkvæmdastjóri Odda bs. Hann lagði til að við dagskránna bættust liðir 1. Stjórn skiptir með sér verkum og 2. Ársreikningur 2018 - kynning og var það samþykkt. Þá lagði hann til að tekinn yrði fyrir fyrsti liður á dagskránni og það var samþykkt.

1.Stjórn skiptir með sér verkum

1903059

Kosning varaformanns.
Tillaga var lögð fram um að Haraldur Eiríksson yrði varafomaður stjórnar Odda bs og var það samþykkt.
Haraldur Eiríksson tók við fundarstjórn.

2.Ársreikningur Odda bs 2018

1903058

Ársreikningurinn lagður fram til kynningar.
Drög að ársreikning byggðasamlagsins fyrir árið 2018 var lagður fram til kynningar.

3.Trúnaðarmál 12032019

1903017

Fært í trúnaðarmálabók.
Valtýr Valtýsson fór af fundi kl 9:00

4.Samþykktir fyrir byggðasamlagið Odda bs

1512003

Endurskoðun samþykktanna.
Á fundi í samráðsnefnd sveitarfélaganna þann 7. mars sl. var samþykkt að fela stjórn Odda bs að taka samþykktirnar aftur til skoðunar í ljósi þeirra umræðna sem sköpuðust í samráðsnefnd og leggja þær fyrir sveitarstjórnir á reglulegum fundi þeirra í apríl 2019. Ákveðið að fela ÁS að óska eftir tillögum að breytingum frá fulltrúum E-lista Ásahrepps sem óskuðu eftir umræðu um þetta mál. Þessar tillögur þurfa að berast fyrir næsta fund í stjórn Odda bs sem áætlaður er þriðjudaginn 2. apríl n.k.
Ákveðið að næsti fundur stjórnar yrði haldinn á sama tíma að viku liðinni.

Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?