12. fundur 23. apríl 2019 kl. 08:15 - 10:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Hjalti Tómasson varamaður
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Einnig sátu fundinn Klara Viðarsdóttir undir lið 1; Sigrún B. Benediktsdóttir undir liðum 3 og 4 og Rósa Hlín Óskarsdóttir undir lið 4.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 22042019

1904024

Yfirlit janúar-mars
Klara Viðarsdótti mætti til fundar og fór yfir rekstur Odda bs janúar-mars 2019.

2.Nýr skólastjóri Grunnskólans á Hellu

1903020

Umsóknir um starf skólastjóra.
Fyrir liggja 5 umsóknir um stöðu skólastjóra við Grunnskólann á Hellu og lýsir stjórn Odda bs yfir mikilli ánægju með þennan góða áhuga á þessu mikilvæga starfi. Ákveðið að fela Ágústi, Valtý og Margréti Hörpu að undirbúa og taka viðtöl við alla umsækjendur í vikunni. Stjórn Odda bs mun funda n.k. mánudag 29. apríl kl. 8:15.

3.Erindi frá leikskólastjóra á Laugalandi

1904004

Sigrún B. Benediktsdóttir hefur óskað eftir því að ráða aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann á Laugalandi. Hún kom til fundar og fór yfir málin. Samþykkt samhljóða að auglýsa eftir aðstoðarleikskólastjóra sem hæfi störf eftir sumarleyfi.

4.Erindi frá leikskólastjórum varðandi starfsdag

1904003

Sigrún B. Benediktsdóttir og Rósa Hlín Óskarsdóttir leikskólastjórar komu til fundar og kynntu málið. Erindi þeirra er að veitt verði heimild til að bæta við einum starfsdegi á leikskóladagatal 2019-2020. Starfsdagar verði því alls 7 á starfsárinu. Ástæða þessarar óskar er að leikskólar á starfssvæði Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu eru að fara í þróunarverkefni undir stjórn Skólaþjónustunnar. Allir leikskólar á starfssvæðinu ætla að taka þátt. Erindið samþykkt samhljóða. Einnig fóru leikskólastjórar stuttlega yfir stöðu mála hvað varðar rekstur leikskólanna. Ákveðið að fara betur yfir biðlistamál á næsta fundi.

5.Samþykktir fyrir byggðasamlagið Odda bs

1512003

Viðbrögð sveitarfélaganna við tillögu síðasta fundar Odda bs.
Farið yfir afgreiðslu sveitarstjórna á bókun frá síðasta fundi Odda bs. Ásahreppur þarf að afgreiða bókun við lið 3 á 5. fundi stjórnar Odda bs og einnig lið 2 á 11. fundi stjórnar Odda bs.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?