15. fundur 27. maí 2019 kl. 16:00 - 17:50 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
 • Haraldur Eiríksson aðalmaður
 • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
 • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
 • Ágúst Sigurðsson varamaður
 • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
 • Sigurgeir Guðmundsson embættismaður
 • Sigurjón Bjarnason embættismaður
 • Sigrún B Benediktsdóttir embættismaður
 • Rósa Hlín Óskarsdóttir embættismaður
 • Guðbjörg Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Bæring Jón Breiðfjörð Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Ragnheiður Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Glódís Margrét Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Hrafnhildur Andrésdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Birta Huld Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Halldóra Guðlaug Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
 • Kristín Pála Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri

1.Ársskýrslur skólanna 2018-2019

1905028

Kynning skólastjóranna á verkefnum síðasta árs.
Skólastjórar kynntu ársskýrslu hvers skóla fyrir sig og fóru yfir þau atriði sem skólastefnan kveður á um að skuli farið yfir á vorfundi Odda bs. Jafnframt voru lögð fram gögn til kynningar og umræðu. Tillaga um að vorfundur Odda bs staðfesti að skýrslur skólastjóranna hafi verið fullnægjandi og taki á þeim atriðum sem skólastefnan kveður á um. Vorfundur Odda bs vill færa skólastjórnendum og starfsfólki innilegar þakkir fyrir frábær störf.

Samþykkt samhljóða.

2.Skóladagatöl 2019-2020

1905027

Skóladagatölin lögð fram til staðfestingar.
Lögð fram til staðfestingar skóladagatöl allra skólanna. Gert er ráð fyrir að svokallaður Oddadagur verði með líku formi og undanfarin ár þann 19 ágúst. Gerð hefur verið tilraun til að samræma starfsdaga eins og hægt er en bæði vegna þriggja anna kerfis í Grunnskólanum á Hellu og vegna fyrirhugaðrar námsferðar starfsfólks á Heklukoti í maí 2020 gengur það ekki fyllilega þetta skólaár. Tillaga um að vorfundur Odda bs staðfesti skóladagatölin fyrir skólaárið 2019-2020 og var það samþykkt samhljóða.

3.Mannauður leikskólanna

1905035

Umræður og áætlun um eflingu mannauðs leikskólanna.
Farið yfir bókun frá síðasta fundi Odda bs þar sem lagt var til að skipa starfshóp til að vinna að tillögum til úrbóta í mannauðsmálum leikskólanna. Tillaga liggur fyrir að Haraldur Eiríksson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Ásta Berghildur Ólafsdóttir verði fulltrúar Odda bs. Mikilvægt er að fulltrúar foreldra og fagfólks verði þátttakendur í þessari vinnu og starfið hefjist sem fyrst. Óskað er eftir tilnefningum frá foreldraráðum beggja leikskóla og starfsfólki leikskólanna fyrir 1. júní þannig að hægt sé að funda fyrir 15. júní.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 17:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?