16. fundur 27. júní 2019 kl. 08:15 - 11:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Áður en gengið var til dagskrár kom Edda Antonsdóttir til fundar og sagði frá þróunarverkefni í leikskólum, á vegum skólaþjónustunnar, um snemmtæka íhlutun.

1.Mannauðsmál skólanna

1610046

Fyrir liggja minnispunktar vinnuhóps um mannauðsmál leikskólanna. Farið var yfir þær hugmyndir sem þar koma fram og eftirfarandi bókað:
1. Húsnæði. Staða á húsnæðismarkaði hefur batnað mikið og það á að vera hægt að útvega nýju starfsfólki húsnæði eftir þörfum a.m.k. fyrstu tvö árin á hóflegu leiguverði.
2. Akstursstyrkur. Lagt er til að akstursstyrkir verði teknir upp tímabundið næsta skólaár fyrir þá sem þurfa að sækja vinnu á leikskólunum langt að. Útfæra þarf reglur um þetta.
3. Sumarleyfi og önnur leyfi. Leikskólarnir muni loka á milli jóla og nýárs en laun starfsmanna skerðast ekki.
4. Líkamsrækt. Allt starfsfólk leikskólanna fái árskort í sund/líkamsrækt.

Öðrum atriðum sem komu fram í minnispunktum verði vísað til frekari vinnu við undirbúning fjárhagsáætlunar. ÁS falið að kostnaðarmeta og vinna málið áfram í samráði við leikskólastjóra og leggja fyrir næsta fund sem áætlaður er föstudaginn 5. júlí kl 8.15.

Samþykkt samhljóða.
Elín Grétarsdóttir vék af fundi.

2.Trúnaðarmál 12032019

1903017

Fært í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál 05052019

1906024

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?