17. fundur 05. júlí 2019 kl. 08:15 - 09:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
  • Nanna Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri

1.Mannauðsmál skólanna

1610046

Kostnaðargreining ofl.
Fyrir liggur frekari úrvinnsla á þeim hugmyndum sem ræddar voru á síðasta fundi stjórnar Odda bs. Tillaga er um að eftirfarandi gildi fyrir starfsmenn leikskóla Odda bs frá og með 1. ágúst n.k. og gildi 1 ár.

a. Akstursgreiðslur.
Leikskólastjórum verði heimilt að greiða fyrir akstur starfsmanna milli heimilis og vinnustaðar. Miðað verði við að vegalengd milli heimilis og skóla sé á bilinu 4-40 km. Greiddar verði 55 kr/km og miðað við þá starfsmenn sem eru að lágmarki í 50% starfi við leikskólann. Áætlað er að gera þurfi ráð fyrir viðbótarkostnaði sem nemur allt að 10 mkr á ári þ.a. 4 mkr á árinu 2019.

b. Líkamsræktarkort
Allir starfsmenn leikskólanna sem eru í a.m.k. 50% starfi fái árskort í líkamsrækt í Íþróttamiðstöðvum sveitarfélaganna og þetta fyrirkomulag gildi í 1 ár. Kostnaður er áætlaður 1.2 mkr á ári.

c. Jólafrí
Leikskólum verði lokað á milli jóla og nýárs 2019 og starfsmenn fái frí frá vinnu. Á haustfundi Odda bs verði gerð formleg breyting á skóladagatölum leikskólanna í samræmi við þetta. Þessi fyrirhugaða breyting verði kynnt sem fyrst.

Samþykkt samhljóða.

2.Gjaldskrá Odda bs 2019

1811036

Endurskoðun reglna varðandi afslátt af vistunargjöldum.
Fyrir liggur erindi frá foreldrafélagi Leikskólans á Lauglandi varðandi afslætti frá gjaldskrá þegar senda þarf börn heim vegna fáliðunar starfsfólks.

Tillaga er um að gjöld verði felld niður þann tíma sem slík viðbragðsáætlun er í gildi fyrir þau börn sem viðbragðsáætlunin snertir hverju sinni. Einnig verði gjöld felld niður fyrir þá daga sem leikskólum er lokað milli jóla og nýárs. Þess ber að geta að leikskólagjöldum hjá Odda bs er stillt mjög í hóf og eru með því lægsta sem þekkist á landinu og er innan við 10% af raunkostnaði sbr. viðmiðunargjald á landsvísu.

Samþykkt samhljóða.

3.Erindi frá fulltrúum E-lista

1907010

Varðandi fundarsetu áheyrnarfulltrúa þegar trúnaðarmál eru tekin fyrir.
Lagt fram erindi frá E-lista Ásahrepps (EG,ES) varandi fundarsetu áheyrnarfulltrúa þegar um trúnaðarmál er að ræða. Tillaga er um að óska eftir skriflegu áliti frá stjórnsýsluendurskoðanda sveitarfélaganna sem lagt verði fram þegar það hefur borist.

Samþykkt samhljóða.

4.Skólaakstur - drög að reglum varðandi ökumenn

1907007

Til umsaganr frá Sambandi Ísl. sveitarfélaga og Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?