19. fundur 01. október 2019 kl. 16:00 - 18:50 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Áheyrnarfulltrúi E-lista frá Ásahrepp gerði athugasemd við fundarboðun en fundarboð barst ekki á réttum tíma til hennar fyrir mistök. Fundarritari sem sá um fundarboðun baðst afsökunar á þeim mistökum. Formaður lagði til að við dagskránna myndu bætast liður 8. Erindi frá skólastjóra Laugalandsskóla og liður 9. Trúnaðarmál og var það samþykkt. Einnig sátu fundinn Hrafnhildur Andrésdóttir, Rósa Hlín Óskarsdóttir, Hrafnhildur Valgarðsdóttir, Sóley Ösp Karlsdóttir, Kristín Sigfúsdóttir, Guðbjörg Ísleifsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir, Sigurjón Bjarnason, Sóley Margeirsdóttir, Ragnheiður Á. Ólafsdóttir, Hugrún Pétursdóttir og Klara Viðarsdóttir.

1.Mannauðsmál skólanna

1610046

Í upphafi skólaárs skulu skólastjórar gera fræðslunefnd grein fyrir stöðunni í starfsmannamálum hvað varðar starfsþróun/endurmenntun og leggja fram áætlun fyrir yfirstandandi skólaár.
Skólastjórar fóru yfir starfsmannamál og áætlanir um endur- og símenntun og lögðu fram gögn til kynningar sem fylgja með fundargerðinni. Einnig fóru þeir yfir fjölda nemenda við hvern skóla. Alls eru 202 börn í grunnskólum Odda bs og 106 börn í leikskólunum en þeim mun fjölga nú á næstunni með nýrri deild við Heklukot.

2.Aðstaða og búnaður skólanna

1610047

Árlega meti skólastjórar þörf fyrir endurnýjun kennslutækja, þörf fyrir annan búnað og húsnæði í samræmi við þróun nemendafjölda og kennsluhátta og upplýsi fræðslunefnd um stöðu mála.
Skólastjórar greindu frá stöðu mála varðandi búnað og aðstöðu og fóru einnig yfir atriði sem snúa ð þróun skólastarfsins. Þá lögðu þeir fram gögn um þessi atriði til kynningar sem fylgja með fundargerðinni. Nánar verður unnið með þessi atriði nú þegar vinna við fjárhagsáætlun Odda bs fyrir næsta ár hefst.

4.Rannsókn á vegum HÍ - ósk vegna spurninglista

1909074

Leyfi fyrir spurningalistum vegna rannsóknar.
Stjórn Odda bs gerir ekki athugasemd við að spurningalisti vegna rannsóknar undir stjórn Jónínu Einarsdóttur prófessors við Háskóla Íslands verði lagður fyrir starfsmenn og foreldra leikskólanna.

Samþykkt samhljóða.

5.Forvarnardagurinn

1909043

Í grunn- og framhaldsskólum 2.10.2019
Lagt fram til kynningar.

6.Rekstraryfirlit Odda bs 30092019

1909073

Yfirlit um rekstur Odda bs janúar-ágúst
Klara Viðarsdóttir fór yfir rekstraryfirlit Odda bs janúar-ágúst 2019.

7.Rekstraráætlun 2020 - Oddi bs

1909072

Undirbúningur fjárhagsáætlunar, forsendur og skipulag - fundir með skólastjórum.
Farið yfir skipulag vinnu við fjárhagsáætlun og áhersluatriði. Reiknað er með vinnudegi stjórnar með skólastjórnendum varðandi fjárhagsáætlun þann 21. október kl 8:00-12:00. Ákveðið að greina eins og kostur er mötuneytiskostnað en reiknað er með að gjaldskrá taki ekki miklum breytingum almennt. Rætt var um leiguverð íbúða sem nýttar eru af starfsfólki Odda bs.

8.Erindi frá skólastjóra Laugalandsskóla

1910001

Varðandi mannauðsmál.
Lagt fram erindi frá Sigurjóni Bjarnasyni varðandi mannauðsmál. Málið rætt og ákveðið að fela framkvæmdastjóra að fá álit kjarasviðs Sambands Íslenskra Sveitarfélaga varðandi það fyrirkomulag sem nú er til prufu í eitt ár varðandi kjör leikskólastarfsmanna. Afgreiðslu frestað til næsta fundar Odda bs.
Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi vék af fundi undir þessum lið.

9.Trúnaðarmál 12032019

1903017

Fært í trúnaðarmálabók.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?