20. fundur 23. október 2019 kl. 08:15 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Egill Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir liðum 1 og 2.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 21102019

1910040

Lagt fram yfirlit um rekstur byggðasamlagsins janúar-september.

2.Rekstraráætlun 2020 - Oddi bs

1909072

Lögð fram og rædd tillaga að rekstraráætlun 2020 fyrir Odda bs. Stjórnin hefur fundað með öllum skólastjórum byggðasamlagsins og farið yfir þeirra áherslur. Rekstraráætlunin gerir ráð fyrir að gjaldskrá Odda bs hækki einungis um 2,5% sem er í takt við tilmæli Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um lífskjarasamninga og er undir verðlagsbreytingum. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna Odda bs verði 963.282.000 kr sem skiptist þannig að hlutur Rangárþings ytra verður 820.972.189 og hlutur Ásahrepps 142.309.811. Áætlunin miðar við fjölda grunn- og leikskólabarna þann 1. október 2019 sem er 203 grunnskólabörn og 102 leikskólabörn sem telja 126,7 barngildi. Tillaga um að samþykkja fjárhagsáætlun 2020 fyrir Odda bs.

Samþykkt samhljóða.

3.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

1910012

Fært í trúnaðarmálabók.

4.Erindi frá skólastjóra Laugalandsskóla

1910001

Ekki liggur fyrir álit frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga. Afgreiðslu erindisins frestað til næsta fundar Odda bs.

5.Trúnaðarmál 12032019

1903017

Fært í trúnaðarmálabók.

6.Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist

1910005

Frá Sambandi Ísl. Sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?