21. fundur 03. desember 2019 kl. 08:15 - 10:00 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Egill Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit Odda bs 31102019

1911050

Rekstur Odda bs janúar-október
Klara Viðarsdóttir kynnti yfirlit um rekstur byggðasamlagsins janúar-október 2019.

2.Erindi frá skólastjóra Laugalandsskóla

1910001

Varðandi mannauðsmál.
Fyrir liggur álit frá kjarasviði Sambands Íslenskra Sveitarfélaga um að það fyrirkomulag sem nú er til prufu í eitt ár varðandi kjör leikskólastarfsmanna brjóti ekki í bága við kjarasamninga. Þessi tilraun var gerð til þess að bregðast við mjög erfiðu ástandi varðandi mönnun leikskóla Odda bs. Þessari tilraun lýkur næsta sumar og þá mun stjórn Odda bs taka saman hvernig þetta hefur reynst og ákveða hvert framhaldið skuli vera. Gert er ráð fyrir að þessi úttekt fari fram fyrir lok skólaársins 2019-2020. Erindinu er því hafnað.

Samþykkt samhljóða.

3.Skólaakstur í grunnskólum

1907007

Leiðbeiningar frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti
Lagt fram til kynningar.

4.Rekstrarkostnaður leikskóla - yfirlit 2018

1911061

Rekstrarkostnaður á HDIG eftir stærð og gerð leikskóla.
Lagt fram til kynningar.
Egill Sigurðsson vék af fundi undir þessum lið.

5.Trúnaðarmál 12032019

1903017

Fært í trúnaðarmálabók.
Fundargerð yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?