24. fundur 25. febrúar 2020 kl. 08:15 - 09:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Brynja Jóna Jónasdóttir varamaður
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Formaður lagði til að við bættist liður 4. Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags og var það samþykkt samhljóða.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 2020

2001020

Rekstur Odda bs jan 2020
Klara Viðarsdóttir fór yfir og kynnti rekstraryfirlit janúar-desember 2019 og janúar 2020 fyrir Odda bs. Einnig var farið yfir ákvæði 5.7.7.2 í kjarasamningi Verkalýðsfélags Suðurlands og ÁS falið að ganga frá samningi við Verkalýsðfélagið á þeim nótum sem rætt var á fundinum og leggja fyrir á næsta fundi stjórnar Odda bs.

Samþykkt samhljóða.

2.Efling náms í upplýsingatækni og forritun

1901030

Tekið fyrir að nýju erindi frá Eyþóri Mána Steinarssyni og Muhammad Azfar Karim varðandi hugmyndir þeirra um að byggja forritun inn í námsskrá grunnskóla Odda bs. Tillaga þeirra var á sínum tíma að stjórn Odda tæki stefnumarkandi ákvörðun um að forritun verði í ríkari mæli hluti af námsskrám skólanna og hluti af skólastefnunni. Tillaga um að fela ÁS að senda erindi til skólastjórnenda grunnskólanna þar sem þessi mál eru reifuð að nýju og óska jafnframt eftir því að þeir komi til næsta fundar Odda bs til að fara yfir næstu skref í málinu.

Samþykkt samhljóða.

3.Samstarf í menntamálum við Pólland

2002040

Frá Mennta og Menningarmálaráðuneyti
Til kynningar.
Elín Grétarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

4.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2002043

Umsókn frá Akureyrarbæ
Fært í trúnaðarmálabók.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?