25. fundur 24. mars 2020 kl. 08:15 - 10:20 https://zoom.us/j/843151463
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Áður en gengið var til dagskrár þá lagði formaður til að við bættist liður 2. Ársreikningur Odda bs 2019 og var það samþykkt samhljóða. Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir liðum 1 og 2.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 2020

2001020

Rekstur Odda bs jan-feb 2020
KV fór yfir og kynnti rekstraryfirlit fyrir janúar-febrúar 2020. Farið var yfir útfærslu á innheimtu leikskólagjalda í ljósi mikilla forfalla leikskólabarna vegna COVID19. Tillaga um að einungis verði innheimt fyrir þá daga sem þjónusta hefur verið veitt í samræmi við mætingaskrá sem leikskólastjórar halda. Samþykkt samhljóða.

2.Ársreikningur Odda bs 2019

2003023

Ársreikningurinn lagður fram til staðfestingar.
Lagður fram og kynntur Ársreikningur 2019 fyrir byggðasamlagið Odda bs. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.

3.Viðbragðsáætlun vegna COVID19

2003021

Staða mála.
ÁS fór yfir stöðu mála í skólum Odda bs en skólastarf hefur verið mjög skert síðustu vikuna. Þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður þá hefur skólastarfið engu að síður gengið ótrúlega vel. Stjórn Odda bs vill nota tækifærið og lýsa yfir mikill ánægju með störf skólastjórnenda og starfsmanna sem hafa staðið sig frábærlega við þröngar aðstæður. Þá hefur samstarf við foreldra verið einstaklega gott og það ber að þakka.

4.Samkomulag um greiðslu ferðakostnaðar

2002057

Samkomulag við Verkalýsðfélag Suðurlands til staðfestingar.
Samkomulagið staðfest samhljóða.
Fylgiskjöl:

5.Efling náms í upplýsingatækni og forritun

1901030

Fundur með skólastjórum grunnskólanna
Undir þessum lið komu til fundar Sigurjón Bjarnason skólastjóri Laugalandsskóla, Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri og Kristinn Ingi Guðnason aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Hellu. Þau fóru yfir stöðu mála varðandi kennslu í upplýsingatækni og forritun við skólana. Fram kom að skólarnir eru að vinna með þessi mál nú þegar og hafa í undirbúningi að bæta verulega í hvað þessi mál varðar. Þá kom fram að skólarnir eru með í undirbúningi þétt samstarf um þessi mál og mögulega samnýtingu starfsmanna. Tillaga er um að óska eftir því að skólarnir geri sameiginlega þarfagreiningu varðandi vinnu og búnað sem leggja mætti fyrir vorfund Odda bs. Þannig gæfist tími til að undirbúa málið fyrir næstu fjárhagsáætlun Odda bs og þá samhliða væri hægt að taka formlega ákvörðun um að forritun verði hluti af skólastefnunni og í ríkari mæli hluti af námsskrám skólanna.

Samþykkt samhljóða.
Elín Grétarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

6.Mannauðsmál skólanna

1610046

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt rafrænt með tölvupósti.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?