26. fundur 28. apríl 2020 kl. 08:15 - 09:35 https://zoom.us/j/6594700701
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 1.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 2020

2001020

Rekstur janúar-mars
Farið yfir og kynnt yfirlit um rekstur Odda bs janúar til mars 2020.

2.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19

2003021

Staða mála og næstu skref.
Fram kom að skólastarfið hefur gengið vel þrátt fyrir sérstakar aðstæður vegna COVID farsóttarinnar. Unnið hefur verið eftir sama plani síðustu vikur en eftir páska fjölgaði nemendum á ný og eru skólastjórnendur nú að undirbúa að færa skólastarfið í eðlilegt horf frá og með 4. maí. Þá mun einnig íþróttastarfið fara í gang m.a. skólasund. Gert er ráð fyrir að upplýsingar um fyrirkomulag skólastarfsins, frá og með 4. maí, verði uppfærðar á morgun miðvikudag. Fyrir fundinum liggur erindi frá stjórnendum á Heklukoti varðandi starfsdaga en vegna COVID farsóttarinnar þá áttu að öllu eðlilegu að vera þrír starfsdagar nú í maí. Skólastjórnendur hafa óskað eftir því að færa einn starfsdag til næsta skólaárs, starfsdagur þann 22. maí yrði látinn halda sér og einn starfsdagur myndi falla niður. Erindið samþykkt samhljóða.

3.Skóladagatöl 2020-2021

2004025

Undirbúningur
Lögð fram drög að skóladagatölum. Kanna þarf betur með tímasetningu sumarleyfa ofl. en skóladagatölin verða tekin til formlegrar afgreiðslu á vorfundi Odda bs. Stjórn Odda bs hvetur skólastjórnendur eindregið til þess að samræma starfsdaga eins og frekast er kostur. Sérstaklega er mikilvægt að starfsdagar séu samræmdir innan skólahverfa.

4.Nemendur Odda 2019-2020

2004026

Yfirlit um nemendafjölda
Lagt fram yfirlit um nemendur hjá skólum Odda bs til kynningar.

5.Samþykktir fyrir byggðasamlagið Odda bs

1512003

Reynsla sl. árs varðandi áheyrnarfulltrúa
Rætt um það fyrirkomulag sem gilt hefur síðasta árið en áheyrnarfulltrúi minnihluta í sveitarstjórn Ásahrepps hefur setið stjórnarfundi Odda bs með málfrelsi og tillögurétt. Fyrirkomulagið þykir hafa heppnast vel og er tillaga um að sami háttur verði hafður á til loka kjörtímabilsins en samþykktir byggðasamlagsins haldist óbreyttar.

Samþykkt samhljóða.

Bókun áheyrnarfulltrúa E-lista
Áheyrnarfulltrúi ítrekar beiðni um að samþykktir séu endurskoðaðar með það í huga að hafa fullan atkvæðisrétt.

Elín Grétarsdóttir
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt með tölvupósti.

Fundi slitið - kl. 09:35.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?