27. fundur 26. maí 2020 kl. 08:15 - 10:15 https://us02web.zoom.us/j/6594700701
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Kristín Sigfúsdóttir, Kristinn Ingi Austmar, Samúel Örn Erlingsson, Sigrún B. Benediktsdóttir og Auður Erla Logadóttir sátu fundinn undir liðum 1-3. Einnig sat fundinn undir lið 1. Klara Viðarsdóttir.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 2020

2001020

Janúar til apríl.
Klara Viðarsdóttir kynnti rekstraryfirlit janúar til apríl.

2.Skóladagatöl 2020-2021

2004025

Drög að skóladagatölum, menntadagur 12 ágúst ofl.
Lögð fram drög að skóladagatölum til kynningar. Í takt við skólastefnu Odda bs er lögð áhersla á að samræma undirbúnings- og starfsdaga eins og frekast er kostur. Jafnframt leggur stjórnin til að skólar Odda bs taki þátt í sameiginlegum Menntadegi á vegum Skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu þann 12. ágúst 2020 og að í staðinn verði hinn svokallaði Oddadagur með öðru sniði að þessu sinni.

Samþykkt samhljóða.

3.Mannauðsmál skólanna

1610046

Akstursgreiðslur, jólafrí ofl. vegna næsta skólaárs
Skólastjórar kynntu stöðu mannauðsmála gagnvart næsta skólaári. Búið er að ráða í allar stöður í grunnskólunum og leikskólarnir eru fullmannaðir sömuleiðis. Fram kom að afar vel hefur gengið að manna stöður að þessu sinni. Leikskólastjórar fóru yfir reynsluna af þeim aðgerðum í mannauðsmálum sem gripið var til á yfirstandandi skólaári. Fram kom að leikskólastjórar leggja áherslu á að akstursgreiðslur verði áfram og eins að frí verði gefið á milli jóla og nýárs. Lagt fram bréf frá Háskólafélagi Suðurlands varðandi fagháskólanám í leikskólafræðum/fjarnám fyrir leikskólastarfsmenn á Suðurlandi. Námið er tilraunaverkefni í samvinnu Háskóla Íslands, Háskólafélags Suðurlands og Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Tillaga er um að reglur um akstursgreiðslur og lokun leikskólanna á milli jóla og nýárs gildi áfram fyrir skólaárið 2020-2021.

Samþykkt samhljóða.


4.Erindi frá foreldrafélagi Laugalandsskóla

1710029

Varðandi tómstundarútu, bílastæði og íþróttagólf..
Lagt fram bréf frá foreldrafélagi Laugalandsskóla þar sem hvatt er til skoðunar á því að starfrækja sérstaka tómstundarútu milli Laugalands og Hellu. Einnig hvetur foreldrafélagið til þess að lagfæra bílastæði við Laugalandsskóla og að gólf í íþróttasalnum verði lagfært hið fyrsta.

Formaður upplýsti að vinna við bílastæði og íþróttagólf eru í ferli á vegum Húsakynna bs og tekur stjórn Odda bs undir hvatningu til Húsakynna bs um að fylgja þeim verkefnum eftir. Þá tekur stjórn Odda bs. undir með foreldrafélagi Laugalandsskóla að rétt sé að kanna grundvöll þess að starfrækja tómstundarútu á svæðinu og hvetur sveitarstjórnir aðildarsveitarfélaganna til að taka málið til skoðunar.

Samþykkt samhljóða.Fundargerðin yfirlesin og staðfest með rafrænum hætti í tölvupósti að afloknum fundi.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?