29. fundur 08. september 2020 kl. 08:15 - 09:25 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi boðaði forföll.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 2020

2001020

Yfirlit janúar-júlí
Klara Viðarsdóttir kynnti rekstraryfirlit janúar-júlí.

2.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

2009009

Erindi frá Reykjavíkurborg.
Fært í trúnaðarmálabók.

3.Mannauðsmál skólanna

1610046

Erindi frá Heklukoti um heilsurækt; aðstaða starfsmanna Laugalandi.
3.1 Starfsmannaaðstaða
Komið hefur fram hugmynd um að nýta kjallaraíbúð skólastjórahússins á Laugalandi sem starfsmannaaðstöðu fyrir leikskólann í vetur. Stjórn Húsakynna telur að slík nýting væri að mörgu leyti heppileg. Íbúðin er laus þannig að þetta getur gengið og leikskólastjóri telur þetta ágætlega ástættanlega lausn. Ljóst er að endurskoða þarf fjárhagsáætlun ársins vegna m.a. launabreytinga og er kostnaðarauka vegna þessa vísað til þeirrar vinnu.

Samþykkt samhljóða.

3.2 Erindi um heilsurækt frá Heklukoti.
Stjórn Odda bs fagnar því að starfsfólk vilji nýta sér þau tækifæri sem bjóðast til heilsuræktar. Í samningi við Laugar ehf sem rekur hina nýju WorldClass stöð á Hellu kemur fram að starfsfólk sveitarfélagsins nýtur 20% afsláttar.

4.Átak til eflingar leikskólastigsins

1601023

Nýtt fagnám í leikskólafræðum
Stjórn Odda bs lýsir yfir mikilli ánægju með hið nýja fagnám í leikskólafræðum skuli vera farið af stað. Lagt fram til kynningar.

5.Skóladagatöl 2020-2021

2004025

Menntadagurinn féll niður vegna COVID.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?