33. fundur 16. nóvember 2020 kl. 08:15 - 10:15 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Ágúst Sigurðsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Rekstraráætlun 2021 - Oddi bs

2009040

Umfjöllun um sviðsmyndir og ákvarðanir um forsendur
Farið yfir áætlunina eins og hún stendur núna eftir vinnufundi með forstöðumönnum. Eins var farið yfir ýmsar forsendur sem leitt gætu til einhverrar hagræðingar. Meðal annars var farið yfir mönnun á hverri stofnun fyrir sig, kostnað við rekstur mötuneytis, akstursgreiðslur, lengd skólaársins, opnunartíma leikskóla og skóladagheimilis á föstudögum, innkaup á búnaði og gjaldskrárbreytingar.

Eftirfarandi var ákveðið hvað varðar frekari forsendur þeirrar áætlunar sem lögð verður fram í stjórn Odda bs þann 24.11 n.k.:
Rekstrarumfang mötuneytanna tveggja verði betur samræmt
Mönnun verði samræmd betur milli leikskólanna tveggja
Gjaldskrá hækki um 2,5%
Sérstakar akstursgreiðslur sem gilt hafa tímabundið fyrir leikskólana falli út
Dregið verði saman í innkaupum á búnaði eins og frekast er unnt þetta árið
Leikskólar og skóladagheimili loki kl 15:00 á föstudögum í tengslum við útfærslu á styttingu vinnuvikunnar.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð yfirlesin og staðfest með tölvupósti strax að fundi loknum.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?