34. fundur 24. nóvember 2020 kl. 08:15 - 10:00 Fjarfundur í gegnum TEAMS
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Björk Grétarsdóttir tafðist og tók ekki þátt í afgreiðslu á lið 1, Ágúst Sigurðsson tók þá sæti á fundinum sem varamaður undir þeim lið og Haraldur Eiríksson varaformaður tók við fundarstjórninni. Borin var upp tillaga að við bættist liður 7. Trúnaðarmál og var það samþykkt samhljóða. Björk Grétarsdóttir tók við stjórn fundarins frá og með lið 2.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 2020

2001020

Yfirlit um rekstur janúar til október
Klara Viðarsdóttir kynnti yfirlitið. Reksturinn er í ágætu samræmi við áætlun með viðaukum.

2.Rekstraráætlun 2021 - Oddi bs

2009040

Tillaga lögð fram
Lögð fram og rædd tillaga að rekstraráætlun 2021 fyrir Odda bs. Stjórnin hefur fundað með öllum skólastjórum byggðasamlagsins og farið yfir þeirra áherslur. Rekstraráætlunin gerir ráð fyrir að gjaldskrá Odda bs hækki einungis um 2,5% og er undir verðlagsbreytingum. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna Odda bs verði 999.269.000 kr sem skiptist þannig að hlutur Rangárþings ytra verður 856.419.842 og hlutur Ásahrepps 142.849.158. Áætlunin miðar við fjölda grunn- og leikskólabarna þann 1. október 2020 sem er 211 grunnskólabörn og leikskólabörn sem telja 152,6 barngildi. Tillaga er um að samþykkja fjárhagsáætlun 2021 fyrir Odda bs.

Samþykkt samhljóða.

3.Nýr leikskólastjóri Heklukoti

2009056

Niðurstaða vinnuhóps
Fyrir liggur tillaga starfhóps Odda bs vegna ráðningar leiksskólastjóra við Heklukot á Hellu. Tillaga starfshópsins er að ráða Ingigerði Stefánsdóttur sem leikskólastjóra Heklukots.

Samþykkt samhljóða.

Greinargerð:
Starfið var auglýst í Morgunblaðinu, Bændablaðinu, Dagskránni og Búkollu og á heimasíðu Rangárþings ytra í október 2020 með umsóknarfrest til 20. október 2020. Umsækjendur voru 3 talsins. Umsóknir voru flokkaðar með tilliti til þess hversu vel umsækjendur uppfylltu menntunar- og hæfniskröfur og ljóst að mjög góðar umsóknir lágu fyrir. Í auglýsingu um starfið var tekið fram að leitað væri eftir einstaklingi sem væri tilbúinn til að ganga glaður til verka og leiða af dugnaði öflugt leikskólasamfélag með samstöðu og árangur að leiðarljósi. Gerðar voru þær menntunar- og hæfniskröfur að umsækjandi hefði leikskólakennaramenntun eða leyfisbréf samkvæmt núgildandi lögum og byggi að farsælli starfsreynslu í leikskóla. Þá þyrfti umsækjandi að hafa framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða og/eða búa að farsælli stjórnunarreynslu. Önnur atriði sem lögð voru til grundvallar voru færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð og hæfni í samskiptum. Þá var reynsla í fjármálastjórnun talinn kostur.
Eftir yfirferð og kynningu umsókna í stjórn Odda bs var ákveðið að bjóða öllum 3 umsækjendum til viðtals þann 4. nóvember 2020. Viðtölin tóku Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra og framkvæmdastjóri Odda bs, Björk Grétarsdóttir formaður stjórnar Odda bs, Valtýr Valtýsson sveitarstjóri Ásahrepps og Margrét Harpa Guðsteinsdóttir stjórnarmaður í Odda bs. Umsækjendur mættu hver og einn til viðtals á fjarfundi (Zoom) og hvert viðtal tók allt að 1 klst.
Það var samdóma álit þeirra sem viðtölin tóku að hæfust til að gegna starfinu væri Ingigerður Stefánsdóttir. Haft var samband við samstarfsaðila úr núverandi starfi og fékk hún góða umsögn þar til að gegna starfi leikskólastjóra.
Ingigerður Stefánsdóttir er 57 ára leikskólastjóri við leikskóla Snæfellsbæjar. Ingigerður er leikskólakennari að mennt og útskrifaðist frá Kennaraháskólanum í Solna, Stokkhólmi 1987 og tók diplómagráðu í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands 2004. Þá hefur Ingigerður sótt margháttuð fagnámskeið á sviði leikskólakennslu og stjórnunar á umliðnum árum. Hún hefur starfað sem leikskólastjóri í 29 ár, fyrst á Ísafirði árin 1991-2003 og frá árinu 2003 hjá Snæfellsbæ og þar af nú síðustu árin sem forstöðumaður beggja starfsstöðva hans á Hellissandi og Ólafsvík. Á Ísafirði tók Ingigerður þátt í að byggja upp nýjan leikskóla frá grunni. Ingigerður hefur því mjög víðtæka reynslu af stjórnun leikskóla og hefur átt mjög farsælan feril á þeim vettvangi.

4.Erindi um skóladagheimili

2010013

Varðandi aðstöðu
Fram kom að unnið er að úrbótum á aðstöðu skóladagheimilisins og stefnt að ásættanlegri lausn sem allra fyrst. Lagt fram til kynningar.
Elín Grétarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

7.Trúnaðarmál 24112020

2011035

Fært í trúnaðarmálabók.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest rafrænt með SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?