36. fundur 23. febrúar 2021 kl. 08:15 - 09:30 í gegnum Teams fjarfund
Nefndarmenn
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit Odda bs 2021

2101034

Yfirlit um rekstur janúar 2021
Lagt fram og kynnt yfirlit um rekstur það sem af er ári.

2.Átak til eflingar leikskólastigsins

1601023

Mat á árangri
Lögð fram samantekt um átakið sem sett var af stað haustið 2016 til að efla mannauð leikskólastigsins. Megináherslan var lögð á fjölgun fagmenntaðra með hvatningu og stuðningi til náms og bættum starfskjörum. Meðal annars voru samþykktar reglur um styrki til nema í leikskólakennarafræðum og undirbúningstímum var fjölgað. Samþykkt var að átakið stæði til 1. júní 2021 og því er komið að því að meta hvernig til hefur tekist og ákveða með framhaldið. Á tímabilinu hafa alls 19 starfsmenn leikskólanna sótt um að nýta nemendastyrki um skemmri eða lengri tíma. Af þessum hafa 2 lokið B.Ed. námi og 2 M.Ed. námi og leikskólaliðarnir eru 3. Að því er best er vitað hafa 3 hætt en aðrir eru skráðir til náms og mislangt komnir. Hlutfall faglærðra sveiflast nokkuð eftir árum en hefur þó heldur hækkað yfir tímabílið. Þannig eru nú um 35% stöðugilda við leikskóla Odda bs mönnuð fólki með háskólapróf í leikskólakennarfræðum eða öðrum uppeldisfræðum. Þetta hlutfall var 15% árið 2017. Landsmeðaltal hefur lítið breyst yfir þetta tímabil og er um 46%.

ÁS falið að taka saman frekari gögn um málið og leggja fram á næsta fundi þannig að hægt sé að taka ákvörðun um áframhald verkefnisins.

Samþykkt samhljóða.

3.Ytra mat leikskóla Odda bs 2021

1909071

Til afgreiðslu
Fyrir liggur að Menntmálastofnun er tilbúin að standa að ytra mati á báðum leikskólum Odda bs. nú í vor í samvinnu við Odda bs. Áætlaður kostnaður sem myndi falla á Odda bs. er 1 m. kr. Reiknað er með að sá kostnaður rúmist innan sameiginlegs kostnaðar í fjárhagsáætlun Odda bs.

Tillaga um að fela ÁS að semja um verkefnið á fyrrgreindum forsendum.

Samþykkt samhljóða.

4.Nýr skólastjóri Laugalandsskóla

2101033

Auglýsing
Farið yfir tillögu að auglýsingu og samþykkt samhljóða að fela ÁS að koma auglýsingunni með smávægilegum breytingum í birtingu.

5.Rafræni háskóladagurinn

2102034

Upplýsingar frá Háskóla Íslands um rafræna háskóladaginn og leikskóli og fjölmenning.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð yfirlesin og staðfest að fundi loknum í gegnum SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 09:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?