30. fundur 22. september 2020 kl. 16:00 - 18:45 Fjarfundur í gegnum ZOOM
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurjón Bjarnason embættismaður
  • Sigrún B Benediktsdóttir embættismaður
  • Auður Erla Logadóttir embættismaður
  • Kristín Sigfúsdóttir embættismaður
  • Björg K Björgvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hugrún Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rósa Hlín Óskarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Ösp Karlsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Hrafnhildur Valgarðsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Klara Viðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Fundurinn var haldinn í fjarfundi til að auðvelda sóttvarnir.

1.Mannauðsmál skólanna

1610046

Í upphafi skólaárs skulu skólastjórar gera fræðslunefnd grein fyrir stöðunni í starfsmannamálum hvað varðar starfsþróun og endurmenntun og leggja fram áætlun fyrir yfirstandandi skólaár.
Skólastjórar fóru yfir starfsmannamál og áætlanir um endur- og símenntun og lögðu fram gögn til kynningar sem fylgja með fundargerðinni. Einnig fóru þeir yfir fjölda nemenda við hvern skóla. Alls eru 213 börn í grunnskólum Odda bs og 118 börn í leikskólunum. Á fundinum kom fram að Auður Erla Logadóttir hefur sagt starfi sínu lausu sem leikskólastjóri á Heklukoti og reiknar með að láta af störfum þann 31. desember n.k. ÁS var falið að undirbúa auglýsingu um nýjan leikskólastjóra í Heklukoti og leggja fram hjá stjórn Odda bs. Haustfundur Odda bs vill nota tækifærið og þakka Auði Erlu Logadóttur fyrir hennar mikilvægu störf í þágu Leikskólans Heklukots á umliðnum árum og óska henni velfarnaðar í nýjum verkefnum.

Samþykkt samhljóða.

2.Aðstaða og búnaður skólanna

1610047

Árlega meti skólastjórar þörf fyrir endurnýjun kennslutækja, þörf fyrir annan búnað og húsnæði í samræmi við þróun nemendafjölda og kennsluhátta og upplýsi fræðslunefnd um stöðu mála.
Skólastjórar greindu frá stöðu mála varðandi búnað og aðstöðu og fóru yfir atriði sem snúa að þróun skólastarfsins. Þá lögðu þeir fram gögn um þessi atriði til kynningar sem fylgja með fundargerðinni. Nánar verður unnið með þessi atriði nú þegar vinna við fjárhagsáætlun Odda bs fyrir næsta ár hefst.

3.Ytra mat Grunnskóla Odda bs 2017

1701015

Staða mála - eftirfylgni.
Skólastjórar grunnskólanna fóru yfir eftirfylgni við ytra mat sem fram fór 2017. Fram kom hjá skólastjórum að niðurstöður ytra matsins hafa verið ákveðið leiðarljós undanfarin ár og hafa verið mjög gagnlegar við að bæta skólastarfið. Búið er að bregðast við langflestum atriðum sem gerðar voru sérstakar athugasemdir við í ytra matinu og stefnt að því að þeirri vinnu ljúki vorið 2021.

4.Ytra mat leikskóla Odda bs 2021

1909071

Ákvörðun varðandi umsókn.
Til hefur staðið að láta fara fram ytra mat á leikskólum Odda bs en ekki hefur enn fengist styrkur frá Menntamálastofnun til verksins. Tillaga er um að stjórn Odda bs stefni að því að láta fara fram ytra mat á leikskólum sínum árið 2021 og leiti til Menntamálastofnunar varðandi kostun á slíkri úttekt. ÁS falið að koma styrkumsókn á framfæri.

Samþykkt samhljóða.
Skólastjórar og áheyrnarfulltrúar skólanna fóru af fundi eftir þennan lið.

5.Rekstraryfirlit Odda bs 2020

2001020

Rekstur Odda bs janúar-ágúst
Klara Viðarsdóttir fór yfir rekstraryfirlit Odda bs janúar-ágúst 2020. Ljóst er að nýir kjarasamningar gera það að verkum að launakostnaður ársins fyrir Odda bs stefnir í að fara framúr fjárhagsáætlun. Huga þarf að viðbrögðum við því og undirbúa þá viðauka þegar niðurstaðan skýrist.

6.Rekstraráætlun 2021 - Oddi bs

2009040

Undirbúningur fjárhagsáætlunar, forsendur og skipulag - fundir með skólastjórum.
Farið yfir skipulag vinnu við fjárhagsáætlun og áhersluatriði. Reiknað er með vinnudegi stjórnar með skólastjórnendum varðandi fjárhagsáætlun þann 19. október kl 8:00-12:00.

7.Skólaþjónustan - kynning á starfseminni

2007024

Starfsemin 2019-2020
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt með tölvupósti að afloknum fundi.

Fundi slitið - kl. 18:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?