Haraldur Eiríksson boðaði forföll. Einnig sat fundinn undir liðum 1-2 Klara Viðarsdóttir.
1.Rekstraryfirlit Odda bs 2021
2101034
Yfirlit um rekstur janúar-apríl
KV kynnti yfirlit um rekstur byggðasamlagsins fyrir tímabilið janúar-apríl.
2.Rekstraráætlun 2022 - Oddi bs
2105037
Undirbúningur
Rætt um undirbúning fyrir vinnslu rekstraráætlunar næsta árs fyrir Odda bs. Um þessar mundir eru ákveðin tímamót í rekstri skóla Odda bs. Nýjir stjórnendur eru að koma að málum og því mikilvægt að hefja tímanlega undirbúning rekstraráætlunar næsta árs. Þá var lögð fram tillaga um að nota tækifærið og vinna að þessu sinni út frá svokallaðri núll-áætlun þar sem hver rekstrarþáttur er kostnaðrgreindur mjög nákvæmlega. Tillaga um að fela sveitarstjórum að undirbúa rekstraráætlun 2022 á þessum forsendum í samvinnu við fjármálastjóra og skólastjórnendur.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
3.Skóladagatöl 2021-2022
2104042
Drög að skóladagatölum
Farið yfir tillögur að skóladagatölum til kynningar. Í takt við skólastefnu Odda bs er lögð áhersla á að samræma undirbúnings- og starfsdaga eins og frekast er kostur.
4.Erindi frá samtökum grænkera
2105034
Frá samtökum grænkera
Lagt fram erindi frá Samtökum Grænkera á Íslandi þar sem skorað er á sveitarfélög að börn hafi val um grænkerarétt í skólum sínum frá og með hausti 2021. Stjórn Odda bs leggur áherslu á að mötuneyti á vegum byggðasamlagsins fylgja leiðbeiningum lýðheilsustöðvar. Í ljósi þess að fyrir dyrum stendur endurskoðun á skólastefnu Odda bs að þá verði málefni mötuneyta tekin sérstaklega fyrir og mörkuð stefna.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
5.Aðstaða og búnaður skólanna
1610047
Þróun og endurbætur - umræður.
Rætt um aðstöðumál leik- og grunnskóla á Laugalandi og mikilvægi þess að taka innra skipulag til endurskoðunar. ÁS falið að leita eftir upplýsingum frá m.a. Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga um slíka endurskoðun og hefja vinnu við verkefnið.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
6.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19
2003021
Ýmsar tilkynningar og skjöl frá sóttvarnaryfirvöldum.
Til kynningar.
7.Undanþága til lausráðninga
2105033
Frá Menntamálastofnun
Til kynningar.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest.
Fundi slitið - kl. 10:25.