41. fundur 25. maí 2021 kl. 16:00 - 18:10 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
  • Egill Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún B Benediktsdóttir embættismaður
  • Rósa Hlín Óskarsdóttir embættismaður
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ingigerður Stefánsdóttir embættismaður
  • Kristín Sigfúsdóttir embættismaður
  • Björg K Björgvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Hlöðversdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Ísleifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jónas Bergmann Magnússon embættismaður
  • Hugrún Pétursdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birta Huld Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ína Karen Markúsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Svala Guðmundardóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Ársskýrslur skólanna 2020-2021

2105027

Kynning skólastjóranna á verkefnum síðasta árs.
Skólastjórar kynntu ársskýrslu hvers skóla fyrir sig og fóru yfir þau atriði sem skólastefnan kveður á um að skuli farið yfir á vorfundi Odda bs. Jafnframt voru lögð fram gögn til kynningar og umræðu. Tillaga um að vorfundur Odda bs staðfesti að skýrslur skólastjóranna hafi verið fullnægjandi og taki á þeim atriðum sem skólastefnan kveður á um. Vorfundur Odda bs vill færa skólastjórnendum og starfsfólki innilegar þakkir fyrir góð störf m.a. á þeim erfiðu Covid19 tímum sem gengið hafa yfir á síðustu misserum.

2.Skóladagatöl 2021-2022

2104042

Skóladagatölin lögð fram til staðfestingar.
Lögð fram til staðfestingar skóladagatöl allra skólanna. Gerð hefur verið tilraun til að samræma starfsdaga eins og mögulegt er. Tillaga um að vorfundur Odda bs staðfesti skóladagatölin fyrir skólaárið 2021-2022 og var það samþykkt samhljóða.

3.Endurskoðun skólastefnu

1702001

Reglubundin endurskoðun á skólastefnu Ásahrepps og Rangárþings ytra.
Skólastefna Odda bs var tekin til umræðu en gert er ráð fyrir að reglubundinni endurskoðun hennar ljúki í haust. Rætt var um nokkur atriði sem til álita kæmi að bæta við skólastefnuna. Óskað er eftir því að skólastjórnendur taki saman stutta greinargerð með atriðum til skoðunar og sendi framkvæmdastjóra. Á fyrsta fundi Odda bs í haust verði þessi atriði tekin til umræðu og síðan frekari úrvinnslu á Haustfundi Odda bs.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?