43. fundur 21. september 2021 kl. 08:15 - 11:20 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir liðum 1-2. Ingigerður Stefánsdóttir og Sigrún Björk Benediktsdóttir sátu fundinn undir lið 7.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 2021

2101034

Yfirlit um rekstur janúar-ágúst
Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur Odda bs janúar-ágúst. Ljóst þykir að undirbúa þarf viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2021 og er gert ráð fyrir því að taka hann fyrir á næsta fundi ásamt frekari gögnum um ástæður aukins kostnaðar.

2.Rekstraráætlun 2022 - Oddi bs

2105037

Unnið hefur verið að s.k. núlláætlunum með skólastjórum. Tímasetja þarf vinnufundi stjórnar í október.
Farið yfir skipulag vinnu við fjárhagsáætlun og áhersluatriði. Reiknað er með vinnudögum stjórnar með skólastjórnendum varðandi fjárhagsáætlun dagana 12. og 13. október kl 8:00-12:00.

3.Rannsókn vegna námsverkefnis í MA námi

2108049

Kynningarbréf
Lagt fram upplýsingabréf vegna MEd rannsóknar í tengslum við þátttöku leikskóla Odda bs í þróunarverkefninu "Snemmtæk íhlutun - mál og læsi". Lagt er til að stjórn Odda bs geri ekki athugasemd við rannsókn þessa sem unnin er undir handleiðslu og skv siðareglum Háskóla Íslands.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

4.Ályktun frá starfsmönnum Grunnskólans á Hellu - sálfræðingur

2109029

Betri aðgangur að sálfræðiþjónustu.
Lögð fram yfirlýsing frá starfsmönnum við Grunnskólann á Hellu sem telja afar brýnt að skólar í Rangárþingi hafi beinan aðgang að sálfræðingi sem kæmi reglulega inn í skólana til að sinna viðtölum við nemendur, m.a. vegna tilfinninga- og hegðunarvanda. Skorað er á stjórn Odda bs. að fylgja þessu málefni eftir og leggja sitt af mörkum til að bæta úr sálfræðiþjónustu við skólana sem tilheyra þjónustusvæði Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafelsssýslu.

Lagt til að óska eftir því við forstöðumann skólaþjónustunnar að koma á næsta reglulega fund Odda bs til að fara yfir þessi mál.

Samþykkt samhljóða.

5.Endurskoðun skólastefnu

1702001

Greinargerðir og minnisblöð
Endurskoðun á skólstefnunni verður tekin fyrir á haustfundi Odda bs þann 5. október n.k. Stefnt er að því að eiga sérstakan fund um þessi mál með skólastjórnendum í nóvember en gert er ráð fyrir því að endurskoðun stefnunnar ljúki fyrir áramót.

6.Úthlutun úr námsgagnasjóði 2021

2109030

Frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

7.Ytra mat leikskóla Odda bs 2021

1909071

Sigrún Einarsdóttir og Kolbrún Vigfúsdóttir kynna niðurstöðu matsins.
Menntamálastofnun í samvinnu við Odda bs. hefur nú lokið ytra mati á leikskólum Odda bs. Úttektaraðilar hafa lagt fram skýrslur fyrir hvorn skóla um sig auk sérstakrar samantektar á helstu niðurstöðum. Úttektarskýrslurnar verða nú birtar á heimasíðum sveitarfélaganna og skólanna og starfsmenn og foreldrar hvattir til að kynna sér efni þeirra. Í úttektarskýrslunum koma fram margar gagnlegar ábendingar sem verða nú teknar til skoðunar í hvorum skóla fyrir sig og er því beint til skólanna að greina þessi atriði og hrinda umbótum í framkvæmd.
Elín Grétarsdóttir vék af fundi.

8.Trúnaðarmál 05052019

1906024

Fært í trúnaðarmálabók.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 11:20.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?