44. fundur 05. október 2021 kl. 16:00 - 18:40 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Björg K Björgvinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birta Huld Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Muhammad Azfar Karim
  • Hafdís Ásgeirsdóttir
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Yngvi Karl Jónsson embættismaður
  • Rósa Hlín Óskarsdóttir embættismaður
  • Ingigerður Stefánsdóttir embættismaður
  • Sigrún B Benediktsdóttir embættismaður
Starfsmenn
  • Kristín Sigfúsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Birgir Haraldsson

1.Mannauðsmál skólanna

1610046

Í upphafi skólaárs skulu skólastjórar gera fræðslunefnd grein fyrir stöðunni í starfsmannamálum hvað varðar starfsþróun og endurmenntun og leggja fram áætlun fyrir yfirstandandi skólaár.
Skólastjórar fóru yfir starfsmannamál og áætlanir um endur- og símenntun og lögðu fram gögn til kynningar sem fylgja með fundargerðinni. Einnig fóru þeir yfir fjölda nemenda við hvern skóla. Alls eru 214 börn í grunnskólum Odda bs og 110 börn í leikskólunum.

2.Aðstaða og búnaður skólanna

1610047

Árlega meti skólastjórar þörf fyrir endurnýjun kennslutækja, þörf fyrir annan búnað og húsnæði í samræmi við þróun nemendafjölda og kennsluhátta og upplýsi fræðslunefnd um stöðu mála.
Skólastjórar greindu frá stöðu mála varðandi búnað og aðstöðu og fóru yfir atriði sem snúa að þróun skólastarfsins. Þá lögðu þeir fram gögn um þessi atriði til kynningar sem fylgja með fundargerðinni. Nánar verður unnið með þessi atriði nú þegar vinna við fjárhagsáætlun Odda bs fyrir næsta ár er hafin.

3.Ytra mat leikskóla Odda bs 2021

1909071

Kynning og drög að umbótaáætlunum.
Leikskólastjórar fóru yfir drög að umbótaáætlunum vegna ytra mats sem unnið var fyrir leikskólana síðasta vor. Fullbúnar áætlanir munu koma til kynningar hjá stjórn Odda bs.

4.Endurskoðun skólastefnu

1702001

Umræður og tillögugerð
Skólastefna Odda bs var tekin til umræðu og rætt um nokkur atriði sem kæmu til álita að bæta við skólastefnuna. Áfram verður unnið að skólastefnunni á fundi með skólastjórnendum í nóvember en gert er ráð fyrir að reglubundinni endurskoðun hennar ljúki fyrir lok árs. Foreldrar og aðrir sem að skólunum standa eru hvattir til að kynna sér málið og koma ábendingum til skólastjórnenda.
Halldóra Guðlaug Helgadóttir fór yfir þróunarverkefnið um snemmtæka íhlutun.

5.Þróunarverkefni um snemmtæka íhlutun

2110001

Kynning á Þróunarverkefni í snemmtækri íhlutun í leikskólum sem tilheyra Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu sem nú er nýlokið.
Halldóra Guðlaug, leikskólaráðgjafi hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslna kynnti ásamt leikskólastjórum þróunarverkefnið um snemmtæka íhlutun, mál og læsi, sem unnið hefur verið að síðustu tvö ár og er nú nýlokið. Afrakstur vinnunnar eru handbækur sem hver leikskóli fyrir sig hefur unnið og eru nú í innleiðingarferli.
Haustfundur Odda bs þakkar fyrir mikla og góða vinnu við verkefnið .
Halldóra Guðlaug vék af fundi.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?