45. fundur 26. október 2021 kl. 08:15 - 11:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir aðalmaður
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Einnig sat fundinn Klara Viðarsdóttir undir liðum 1-4.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 2021

2101034

Yfirlit um rekstur janúar-september
Klara Viðarsdóttir kynnti nýtt rekstraryfirlit fyrir Odda bs.

2.Rekstraráætlun Odda bs 2021 - viðauki 1

2110059

Viðauki vegna hærri rekstrarkostnaðar en áætlað var, aðallega launa.
Lagður fram viðauki 1 við rekstraráætlun Odda bs 2021. Greinargerð fylgir viðaukanum. Viðaukinn er vegna aukinna tekna að upphæð 7.717.000 kr; hærri launakostnaðar en ráð var fyrir gert að upphæð 46.600.000 kr; hærri annars rekstrarkostnaðar að upphæð 17.470.000 kr; og vegna hærri fjármagnsliða en ráð var fyrir gert að upphæð 1.500.000 kr. Samtals er viðaukinn því vegna hækkunar á rekstrargjöldum Odda bs að upphæð 57.853.000 kr. Óskað er eftir að viðaukanum verði mætt með breytingu á framlögum sveitarfélaganna en vegna hlutfallslegrar fækkunar leikskólabarna úr Ásahreppi lækkar framlag Ásahrepps um 1.899.779 en framlag Rangárþings ytra eykst um 59.752.779 kr.

Samþykkt samhljóða.

3.Gjaldskrá Odda bs 2022

2110060

Drög að gjaldskrá og samanburður við önnur sveitarfélög
Lögð fram og rædd gjaldskrá Odda bs. Lagt er upp með að gjaldskrá taki breytingum skv. launavísitölu sl. tveggja ára. Gert er ráð fyrir að gjaldskráin komi til formlegrar afgreiðslu á næsta fundi Odda bs.

4.Rekstraráætlun 2022 - Oddi bs

2105037

Drög að rekstraráætlun
Farið yfir fjárhagsáætlun 2022 sem nú er komin í lokadrög. Reiknað er með að rekstraráætlunin verði tekin til afgreiðslu á nóvemberfundi Odda bs.

5.Ytra mat leikskóla Odda bs 2021

1909071

Umbótaáætlanir leikskólanna
Umbótaáætlanirnar lagðar fram til kynningar.

6.Ályktun frá starfsmönnum Grunnskólans á Hellu - sálfræðingur

2109029

Betri aðgangur að sálfræðiþjónustu - forstöðumaður Skólaþjónustu
Þórunn Jóna Hauksdóttir forstöðumaður Skólaþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu kom til fundar og fór yfir og skýrði hvernig sálfræðiþjónustan er hugsuð. Framkvæmdastjóra Odda bs falið að eiga sameiginlegan fund með Þórunni Jónu og skólastjórnendum grunnskóla Odda bs.

Samþykkt samhljóða.
Elín Grétarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

7.Trúnaðarmál 05052019

1906024

Fært í trúnaðarmálabók.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?