46. fundur 23. nóvember 2021 kl. 08:15 - 09:10 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Haraldur Eiríksson aðalmaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit Odda bs 2021

2101034

Rekstur Odda bs janúar til október
Klara Viðarsdóttir kynnti yfirlitið. Reksturinn er í ágætu samræmi við áætlun með viðaukum.

2.Gjaldskrá Odda bs 2022

2110060

Til afgreiðslu
Lögð fram og rædd uppfærð gjaldskrá fyrir Odda bs. Gert er ráð fyrir vísitöluhækkun að jafnaði en hækkun á vistunargjöldum í leikskóla um 15% auk þess sem að systkinafsláttur verður 50%. Jafnframt fellur út að vistun 5 ára barna frá kl. 8-12 sé gjaldfrjáls.

Gjaldskráin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

3.Rekstraráætlun 2022 - Oddi bs

2105037

Til afgreiðslu
Lögð fram og rædd tillaga að rekstraráætlun 2022 fyrir Odda bs. Stjórnin hefur átt tvo vinnufundi með öllum skólastjórum byggðasamlagsins og farið yfir þeirra áherslur en að þessu sinni var unnið út frá s.k núlláætlun. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna Odda bs verði 1.123.445.000 kr sem skiptist þannig að hlutur Rangárþings ytra verður 971.960.451 og hlutur Ásahrepps 151.484.549. Áætlunin miðar við fjölda grunn- og leikskólabarna þann 1. október 2021 sem er 213 grunnskólabörn og leikskólabörn sem telja 138,3 barngildi. Tillaga er um að samþykkja fjárhagsáætlun 2022 fyrir Odda bs.

Samþykkt samhljóða.

4.Endurskoðun skólastefnu

1702001

Tillaga að uppfærðri stefnu
Í kjölfar umræðu á haustfundi Odda bs og í samráði við skólastjórnendur eru lagðar fram eftirtaldar viðbætur og breytingar á skólastefnunni.
Við lið 1.2.b bætist eftirfarandi: Í allri starfsemi mötuneyta skólanna er haft að leiðarljósi að fylgja ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni og fylgja leiðbeiningum úr Handbók fyrir skólamötuneyti sem gefin var út af Lýðheilsustöð.
Liður 2.1.c orðist svo: Að verulegur hluti námsins byggist upp af þekkingaröflun, sköpun, verkþekkingu, tjáningu og að efla gagnrýna hugsun.
Síðasta setning í lið 2.2.a orðist svo: Starfsmenn sýni vilja í verki með góðu fordæmi og láti nemendur finna að þeir tilheyri og skipti máli.
Þriðja setning í lið 2.2.c orðist svo: Tryggt verði gott aðgengi nemenda að nútíma upplýsingaveitum og kennslutækjum til náms í forritun.
Liður 2.2.e orðist svo: Í skólunum verði stöðug starfsþróun starfsfólks sem stuðli að því að nemendur fái markvissa þjálfun í félagsfærni, jákvæðum samskiptum og heilbrigðum lífsháttum.

Ofangreindar breytingar og viðbætur voru samþykktar samhljóða. Framkvæmdastjóra falið að uppfæra stefnuna í samræmi við fyrrgreindar breytingar og leggja fyrir næsta fund Odda bs til kynningar.

5.Verklag fyrir forvarnarteymi grunnskólanna

2111051

Bréf frá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga.
Til kynningar.

6.Skólaþjónustan - ársskýrsla 2020-2021

2111050

Greinargerð um starfsemina.
Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?