48. fundur 22. febrúar 2022 kl. 08:15 - 08:50 í fundarsalnum Heklu og á Teams
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson Sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir sat fundinn undir lið 1.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 2022

2201036

Yfirlit í lok janúar.
Klara Viðarsdóttir fór yfir rekstur Odda bs í janúar 2022. Lagt fram til kynningar.

2.Viðbragðs- og aðgerðaáætlun vegna COVID19

2003021

Upplýsingar um stöðu mála
Starfsemi allra skóla Odda bs hefur raskast á umliðnum vikum vegna COVID19 en skv. upplýsingum frá skólastjórum þá eru allar deildir og bekkir nú starfandi en nokkuð er um fjarvistir bæði starfsfólks og nemenda og fyrirsjáanlegt að það verði eitthvað áfram þar til bylgjan gengur yfir. Stjórn Odda bs vill nota tækifærið og senda góðar kveðjur til skólastjórnenda, starfsmanna, nemenda og aðstandenda með alúðarþökkum fyrir gott samstarf við rekstur skólanna á erfiðum tímum.

3.Skólaþing sveitarfélaga 2022

2202038

Upplýsingar um skólaþing sveitarfélaga sem að þessu sinni verður í streymi næstu mánudaga fram til 21. mars.
Til kynningar.

4.Endurmenntunarsjóður grunnskóla

2201068

Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir um styrki vegna endurmenntunarverkefna sem koma til framkvæmda á skólaárinu 2022-2023.
Til kynningar.

5.Umsókn um leikskólavistun utan lögheimilissveitarfélags

2201066

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

6.Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags

2202004

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

7.Aukinn stuðningur í leikskóla

2202039

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók
Fundargerðin staðfest í gegnum SIGNET.IS

Fundi slitið - kl. 08:50.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?