51. fundur 24. maí 2022 kl. 08:15 - 09:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Björk Grétarsdóttir formaður
  • Ásta Berghildur Ólafsdóttir oddviti
  • Jóhanna Hlöðversdóttir varamaður
  • Ágúst Sigurðsson varamaður
  • Elín Grétarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Klara Viðarsdóttir, Sigrún B. Benediktsdóttir og Ingigerður Stefánsdóttir sátu fundinn undir liðum 1-2.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 2022

2201036

Yfirlit um rekstur byggðasamlagsins janúar-apríl
Klara Viðarsdóttir fór yfir rekstur Odda bs. Skólastjórar leikskólanna mættu til fundar og fóru yfir rekstur fyrsta ársfjórðungs.

2.Skóladagatöl 2022-2023

2203085

Tillögur að skóladagatölum
Farið yfir tillögur að skóladagatölum til kynningar. Í takt við skólastefnu Odda bs er lögð áhersla á að samræma undirbúnings- og starfsdaga eins og frekast er kostur.

3.Viðbótar stöðugildi á yngsta stigi

2205003

Skólastjóri Grunnskólans á Hellu óskar eftir að bæta við stöðugildi á yngsta stigi fyrir næsta skólaár.
Fram kom að kostnaður við 1 stöðugildi kennara í 100% starfshlutfalli er áætlaður um 10 mkr á ári og kostnaður sem myndi falla til á árinu 2022 væri þá um 4.2 mkr. Stjórn Odda bs beinir því til nýkjörinna sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna að taka málið upp sem fyrst til ákvarðanatöku.

Samþykkt samhljóða.

4.Menntaflétta og farsældardiplóma

5.Endurmenntunarsjóður grunnskóla

2201068

Niðurstaða úthlutunar úr námsleyfasjóði 2022
Til kynningar.

6.Umsókn um leikskólavistun utan lögheimilissveitarfélags

2201066

Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
Fundargerðin yfirlesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?