Eydís Þ Indriðadóttir kom inn sem varamaður fyrir Ingvar Pétur Guðbjörnsson.
1.Rekstraryfirlit Odda bs 2022
2201036
Rekstraryfirlit janúar til maí
Klara Viðarsdóttir fór yfir rekstur Obba bs.
2.Viðbótar stöðugildi á yngsta stigi
2205003
Tillaga að viðauka
Stjórnendur Grunnskólans á Hellu hafa óskað eftir að bæta við stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa fyrir skólaárið 2022-2023 til að mæta þörf á auknum stuðningi við nemendur á yngsta stigi.
Stjórn Odda telur þörf þá því að verða við þessari beiðni og leggur fram tillögu að viðauka 2 við áætlun Odda bs. 2022. Gert er ráð fyrir að launakostnaður Grunnskólans á Hellu hækki um 4,2 mkr árið 2022. Óskað er eftir að viðaukanum verið mætt með auknum framlögum sveitarfélaganna sem skiptast þannig að framlög Rangárþings ytra hækka um 3.510 þús. og framlög Ásahrepps hækka um 690 þús.
Samþykkt samhljóða
Stjórn Odda telur þörf þá því að verða við þessari beiðni og leggur fram tillögu að viðauka 2 við áætlun Odda bs. 2022. Gert er ráð fyrir að launakostnaður Grunnskólans á Hellu hækki um 4,2 mkr árið 2022. Óskað er eftir að viðaukanum verið mætt með auknum framlögum sveitarfélaganna sem skiptast þannig að framlög Rangárþings ytra hækka um 3.510 þús. og framlög Ásahrepps hækka um 690 þús.
Samþykkt samhljóða
3.Skóladagatöl 2022-2023
2203085
Auka starfsdagur vegna fræðsludags
Í ljósi niðurstöðu verkefnisins Fræðslustjóri að láni er það mat forstöðumanna Rangárþings ytra og Odda bs. að halda sameiginlegan fræðsludag fyrir alla starfsmenn Rangárþings ytra og Odda bs.
Stjórn Odda bs. samþykkir að Leikskólinn á Laugalandi og Leikskólinn Heklukot bæti föstudeginum 19. ágúst við sem starfsdegi vegna fræðsludags Rangárþings ytra og Odda bs.
Leikskólastjórum falið að kynna starfsdaginn fyrir foreldrum fyrir sumarlokanir.
Samþykkt samhljóða
Stjórn Odda bs. samþykkir að Leikskólinn á Laugalandi og Leikskólinn Heklukot bæti föstudeginum 19. ágúst við sem starfsdegi vegna fræðsludags Rangárþings ytra og Odda bs.
Leikskólastjórum falið að kynna starfsdaginn fyrir foreldrum fyrir sumarlokanir.
Samþykkt samhljóða
4.Starfsmannamál
2206040
Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.
Fundi slitið - kl. 10:00.