3. fundur 19. september 2022 kl. 08:15 - 11:15 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Klara Viðarsdóttir embættismaður
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Eydís Þ. Indriðadóttir mætir sem varamaður Ingvars Péturs Guðbjörnssonar

1.Starfsmannamál

2206040

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók

2.Skólanámskrá Leikskólans Laugalands 2022-2023

2209006

Skólanámskrá fyrir Leikskólann Laugalandi skólaárið 2022-2023
Á fundinn mætir Sigrún Benediktsdóttir, leikskólastjóri og fór yfir skólanámskrá fyrir Leikskólann á Laugalandi skólaárið 2022-2023.

Stjórn Odda þakkar Sigrúnu fyrir kynninguna og samþykkir skólanámskrána.

3.Ytra mat leikskóla Odda bs 2021

1909071

Uppfærð umbótaáætlun Leikskólans á Laugalandi vegna ytra mats á leikskólanum
Á fundinn mætir Sigrún Benediktsdóttir, leikskólastjóri og fór yfir uppfærða umbótaáætlun fyrir Leikskólann á Laugalandi vegna ytra mats á leikskólanum

Stjórn Odda þakkar Sigrúnu fyrir kynninguna og lýsir ánægju sinni með áætlunina.

4.Rekstraryfirlit Odda bs 2022

2201036

Rekstraryfirlit jan-ágú 2022
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstrartölur fyrstu 8 mánuði árins. Reksturinn er að mestu á áætlun nema fjármagnskostnaður er umfram áætlun vegna aukinnar verðbólgu.

5.Rekstraráætlun 2022 - Oddi bs viðauki 3

2209022

Viðauki 3 við rekstraráæltun Odda bs. 2022
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir tillögu að viðauka 3 fyrir Odda bs.

Lagður fram viðauki 3 við rekstraráætlun Odda bs 2022. Greinargerð fylgir viðaukanum.
Viðaukinn er vegna hækkunar tekna að upphæð 15.300.000 kr; hækkunar launakostnaðar að upphæð 36.520.000 kr; hækkunar annars rekstrarkostnaðar að upphæð 2.700.000 kr; og hækkunar fjármagnsliða að upphæð 5.700.000 kr. Samtals er viðaukinn til hækkunar á rekstrarkostnaði Odda bs að upphæð 29.620.000 kr. Óskað er eftir að viðaukanum verði mætt með hækkun á framlögum sveitarfélaganna frá Ásahreppi 4.237.668 kr. og Rangárþingi ytra 25.382.332 kr.

Stjórn Odda samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til sveitarfélaganna til endanlegrar afgreiðslu.

6.Rekstraráætlun 2023 - Oddi bs

2209021

Undirbúningur rekstraráætlunar Odda bs. 2023
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir undirbúning rekstaráætlunar Odda bs. fyrir árið 2023

7.Skipun stýrihóps um heilsueflandi samfélag

2208119

Skipun fulltrúa Odda bs. í stýrihóp um heilsueflandi samfélag í Rangárþingi ytra
Lagt til að fulltrúar Odda verði:
Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður og Eggert Valur Guðmundsson til vara.

Samþykkt samhljóða.

8.Samningar um skólaakstur

2209007

Samningar um skólaakstur og samræming samninga
Lagt fram erindi frá skólabílstjórum sem keyra í grunnskólana á Laugarlandi og Hellu með breytingar á aksturssamningum.

Stjórn Odda bs. samþykkir að samningarnir verði samræmdir milli skólahverfa en hafnar að öðru leyti erindinu. Sveitarstjóra falið í samráði við skólastjóra að endurskoða og samræma samningana.

9.Íslenskuþorp í leikskólum - Menntaflétta Háskóla Íslands

2209046

Beiðni Menntafléttu Háskóla Íslands um þátttöku í verkefninu Íslenskuþorps í leikskólum-starfsþróun starfsfólks leikskóla af erlendum uppruna
Lögð fram beiðni Menntafléttu Háskóla Íslands um þátttöku í verkefninu Íslenskuþorps í leikskólum-starfsþróun starfsfólks leikskóla af erlendum uppruna. Skv. upplýsingum frá leikskólastjórum þá væru 6 starfsmenn að taka í verkefninu í Heklukoti og 1 á Laugalandi.

Stjórn Odda samþykkir að taka þátt í verkefninu.

10.Umsókn um námsstyrk til náms í leikskólafræðum

2209048

Umsagnarbeiðni um styrk
Fyrir fundinum lá ein umsókn um námsstyrk. Umsóknin er í samræmi við reglur Odda bs. og var samþykkt.

11.Haustfundur Odda bs

2209053

Haustfundur Odda bs. haustið 2022
Stjórn samþykkir að næsti stjórnarfundur Odda bs. verði haldinn 10. október n.k. kl. 14:30 og haustfundur Odda bs. verði haldinn sama dag kl. 16:00 í fundarsalnum Laugum í Miðjunni á Hellu.

12.Skólaakstur

2209012

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók

13.Umsókn um skólavist og skólaakstur

2209017

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók

14.Fundargerð samráðsnefndar

2208090

Fundargerð samráðsnefndar þeirra sveitarfélaga sem ekki hafa sérstaka skólaskrifstofu
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:15.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?