5. fundur 02. nóvember 2022 kl. 08:15 - 10:30 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Undir lið 1-3 þá situr Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fundinn.

1.Rekstraryfirlit Odda bs 2022

2201036

Rekstraryfirlit jan-sept. 2022
Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri kynnti yfirlit fyrir jan.-sept. 2022. Reksturinn er í ágætu samræmi við áætlun með viðaukum.

2.Gjaldskrá Odda bs. 2023

2210081

Drög að gjaldskrá Odda bs. 2023
Lögð fram og rædd tillaga að gjaldskrá fyrir Odda bs fyrir árið 2023. Gjaldskráin gerir ráð fyrir að fæðisgjöld hækki um 9,33% m.v. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í nóvember (2021-2022), dagvistargjöld í leikskóla hækki um 8,4% m.v. blandaða vísitölu launa og neysluverðs og gjöld fyrir skóladagheimili hækki um 8,56% m.v. blandaða vísitölu launa og neysluverðs. Einnig er gert ráð fyrir að samræma afsláttarreglur skóladagheimilis afsláttarreglum leikskólanna. Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2023.

Gjaldskráin samþykkt samhljóða.

3.Rekstraráætlun 2023 - Oddi bs

2209021

Undirbúningur rekstraráætlunar Odda bs. 2023
Lögð er fram og rædd tillaga að rekstraráætlun 2023 fyrir Odda bs. Stjórnin hefur átt þrjá vinnufundi, þar af tvo með öllum skólastjórum byggðasamlagsins, og farið yfir þeirra áherslur
Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður sveitarfélaganna vegna Odda bs verði kr. 1.312.984.000 sem skiptist þannig að hlutur Rangárþings ytra verður kr. 1.131.829.000 og hlutur Ásahrepps kr. 181.155.000. Áætlunin miðar við fjölda grunn- og leikskólabarna þann 1. október 2022 sem er 230 grunnskólabörn og leikskólabörn sem telja 164,3 barngildi. Tillaga er um að samþykkja fjárhagsáætlun 2023 fyrir Odda bs.

Samþykkt samhljóða.

4.Staða náms- og starfsráðgjafa - framtíðar fyrirkomulag

2210076

Erindi frá skólastjórum grunnskólans á Hellu og Laugalandi um stöðu náms- og starfsráðgjafa
Lagt fram erindi frá skólastjórum grunnskólans á Hellu og Laugalandi um stöðu náms- og starfsráðgjafa þar sem óskað er eftir því að ráðinn verði náms- og starfsráðgjafi í fullt starf.

Stjórn Odda bs. leggur til að ráðinn verði náms- og starfsráðgjafi í allt að 60% stöðu og jafnframt verði skoðað hvort áhugi sé fyrir samstarfi við Rangárþing Eysta um náms- og starfsráðgafa í fullu starfi.

Samþykkt samhljóða.

5.Jólaleyfi nemenda leikskólans Heklukots og Laugalands

2210080

Jólaleyfi nemenda leikskólans Heklukots og Laugalands. Útfærslur
Lagt er fram erindi frá leikskólastjórum Odda bs. þar sem lagt er til að þeir foreldrar sem taka leyfi fyrir börnin sín milli jóla og nýárs fái leikkskólagjöld niðurfelld þá daga, þ.e. 27.- 30. desember 2022. Með því væri verið að hvetja til samveru fjölskyldunnar og styðja við fjölskylduvæna stefnu sveitarfélaganna auk þess sem þarna myndi skapast tækifæri fyrir starfsmenn til að nýta áunnið orlof.

Stjórn Odda bs. leggur til að tillagan verði samþykkt og leikskólastjórum falið að kynna ákvörðunina fyrir foreldrum og starfsfólki sem fyrst.

Samþykkt samhljóða.

6.Aukið stöðugildi stuðningsfulltrúa

2210077

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

7.Ósk um fjármagn til sérverkefnis - Setrið

2210078

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

8.Foreldrafélagið Hans og Gréta. Erindi.

2210082

Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarmálabók.

9.Húsnæðis- og þarfagreining vegna skólahúsnæðis á Laugalandi

2210083

Húsnæðis- og þarfagreining á Laugalandi vegna þeirrar skólastarfssemi sem fer fram
Lögð eru fram drög að þarfagreiningum frá leik- og grunnskólanum á Laugalandi þar sem skólastjórnendur sjá fyrir sér þróun skólana og nýtingu húsnæðisins á Laugalandi.

Stjórn Odda bs. telur að nauðsynlegt sé að gera sér betur grein fyrir heildarsýn á framtíðarnýtingu á húsnæðinu á Laugalandi undir skólana og aðra starfssemi sem þar fer fram. Stjórn beinir því til Húsakynna bs. að fram fari greining á möguleikum á bættri nýtingu húsnæðisins á Laugalandi og að í fjárhagsáætlun Húsakynna bs. 2023 verði gert ráð fyrir fjármagni í vinnu við þarfagreiningu.

Samþykkt samhljóða.

10.Samráð vegna frumvarps til laga um skólaþjónustu

2210072

Boð Mennta- og barnamálaráðuneytisins um samráð við undirbúning frumvarps til laga um skólaþjónustu
Til kynningar.

11.Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2022

2210069

Úthlutun úr Námsgagnasjóði 2022 til grunnskólana á Hellu og Laugalandi
Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?