8. fundur 01. mars 2023 kl. 08:15 - 09:45 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðalmaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri

1.Rekstraryfirlit Odda bs. 2023

2302140

Rekstaryfirlit janúar 2023
Klara Viðarsdóttir, fjármálastjóri kynnti yfirlit fyrir janúar 2023 auk þessa að fara yfir drög að niðurstöðu ársins 2022.

2.Húsnæðis- og þarfagreining vegna skólahúsnæðis á Laugalandi

2210083

Þarfargreining á skólastarfssemi á Laugalandi.
Lagðar voru fram greinargerðir frá skólastjórnendum á Laugalandi. Á fundinn mætir Yngvi Karl Jónsson skólastjóri grunnskólans en Sigrún Benediktsdóttir leikskólastjóri boðaði forföll. Farið yfir rýmisþörf skólanna til framtíðar. Talið er heppilegt að miða við að leikskólinn verði 3-4 deilda leikskóli sem gæti tekið á móti ca.46-64 börnum og grunnskólinn verði fyrir 120-130 börn í 10 kennsluhópum.

Stjórn Odda þakkar fyrir kynninguna, tekur undir sjónarmið um fjölda barna sem þarfagreiningin ætti að miðast við nema barnafjöldi grunskólans geti verið allt að 160 nemendum. Lagt til að vísa málinu til stjórnar Húsakynna bs. til frekari úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða.

3.Þjóðfundur um framtíð skólaþjónustu - Mennta- og barnamálaráðuneyti

4.Samþykktir og þjónustusamningar Rangárþing ytra og Ásahrepps

2111010

Samþykktir fyrir Odda bs.
Lagt fram til kynningar.
Stjórn Odda bs. samþykkir að næsti stjórnarfundur Odda bs. verði mánudaginn 3. mars kl. 8:15 í Miðjunni á Hellu.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?