9. fundur 03. apríl 2023 kl. 08:15 - 10:25 Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Margrét Harpa Guðsteinsdóttir aðalmaður
  • Eggert Valur Guðmundsson formaður
  • Eydís Þ. Indriðadóttir varamaður
  • Ísleifur Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri
Klara Viðardótttir fjármálastjóri mætti á fundinn undir lið 1-2.

1.Ársreikningur Odda bs 2022

2303076

Lagður fram og kynntur Ársreikningur 2022 fyrir byggðasamlagið Odda bs.

Rekstrartekjur byggðasamlagsins námu 1.305,4 millj. kr. á árinu 2022 og hækkuðu um 132,3 millj. kr. milli ára eða um 11,3%. Námu laun byggðasamlagsins 733,2 millj. kr. (2021; 654,1 millj. kr.), og launatengd gjöld námu 174,8 millj. kr. (2021; 154,5 millj. kr.)
Rekstrarkostnaði byggðarsamlagsins er skipt milli aðildarsveitarfélaganna miðað við nemendafjölda. Auk þess greiða sveitarfélögin fæðisgjöld í mötuneyti fyrir grunnskólabörn.

Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og undirritaður.

2.Rekstraryfirlit Odda bs. 2023

2302140

Yfirlit um rekstur byggðasamlagsins jan-feb.
Klara Viðarsdóttir fjármálastjóri fór yfir rekstur byggðasamlagsins janúar-febrúar 2022.

Á fundinn mæta Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri grunnskólans á Hellu og Yngvi Karl Jónsson skólastjóri grunnskólans á Laugalandi og gera grein fyrir rekstri ársins 2022 og horfur á árinu 2023.

Stjórn þakkar skólastjórunum fyrir upplýsingarnar.

3.Fræðsludagur 2023

2303017

Lögð fram tillaga um að haldinn verði sameiginlegur fræðsludagur fyrir starfsfólk Odda bs og annað starfsfólk sveitarfélaganna þann 18 ágúst. Lagt til að gera ráð fyrir hálfum starfsdegi í þetta verkefni.

Stjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

4.Endurskoðun skólastefnu Odda bs.

2303028

Farið var yfir skólastefnu Odda bs. 2021-2023 og rætt um hvort skólastefnan þarfnist endurskoðunar.

Stjórn óskar eftir álti skólastjórnenda, foreldrasamfélagsins og nemenda hvort ástæða sé til að fara í endurskoðun á skólastefnunni og niðurstaðan sé klár fyrir vorfund Odda sem áætlaður er í lok maí.

5.Ráðstöfun fjármuna í grunnskóla fyrir alla - Mennta- og barnamálarn.

2302156

Mennta- og barnamálaráðherra hefur ákveðið í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélag Íslands og Grunn, félag stjórnenda á skólaskrifstofum að efna til fundarraðar í mars til maí 2023 um áframhaldandi vinnu um úthlutun og ráðstöfun fjármuna til grunnskóla. Tilgangur fundanna er að styðja betur við stefnumótun og starfshætti sem stuðla að menntun fyrir alla.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?