7. fundur 25. nóvember 2015 kl. 17:30 - 19:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson aðalmaður
  • Gyða Árný Helgadóttir aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Einnig sat fundinn Bjarni Jón Matthíasson forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs undir lið 1 og 2.

1.Erindisbréf nefnda - endurskoðun

1510033

Fyrir liggja drög að erindisbréfi fyrir nefndina til umsagnar
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir nefndina. Gerðar nokkrar tillögur að lagfæringum og framsetningu. Að teknu tilliti til þessara breytinga leggur nefndin til að erindisbréfið verði samþykkt í sveitarstjórn.



Samþykkt samhljóða

2.Styrkvegir 2015

1511057

Staða mála við styrkvegi ársins.
2.1 Styrkvegir

Farið var yfir verkefni ársins. Eftir eru af fjármagni ársins um 600 þúsund. Lagt er til að farið verði í viðgerðir á s.k. Ástarbraut.



Samþykkt samhljóða



Leitað hefur verið eftir þátttöku Veiðifélags Ytri-Rangár og Hólsár í framkvæmdinni þar sem hér er um aðkomu veiðimanna að ræða.



2.2 Vegtengingar

Rætt var um mögulega flóttaleið með Brú yfir Þverá. Unnið hefur verið að því frá í vor að leita leiða til að koma á þessari vegtengingu m.a. fundað með vegamálastjóra og þingmönnum. Þá hafa verið gerðar frumathuganir á kostnaði við slíka vegtengingu í samráði við vegagerðina og talið að raunhæfir kostir séu í stöðunni.

Einnig fjallað um s.k. Sandhólaferjuveg sem liggur milli Sandhólaferju og Háfs. Rætt um möguleika til að koma þarna á varanlegri vegtengingu sem myndi nýtast m.a. ferðafólki. Mikilvægt er að slík framkvæmd sé í sátt við landeigendur en fram hafa komið hugmyndir um að færa veginn nær ánni.



2.3 Fundir með vegagerð

Nefndin telur mikilvægt að óska eftir fundi með forsvarsmönnum vegagerðarinnar á Suðurlandi sem fyrst til að fara yfir forgangsmál og hagsmunamál tengd vegagerð í sveitarfélaginu. Formanni og sveitarstjóra falið að óska eftir slíkum fundi.

3.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra

1501007

Staðan á ljósleiðaravæðingu í Rangárþingi ytra
Sveitarstjóri upplýsti um stöðu mála varðandi ljósleiðaramál í sveitarfélaginu. Stefnt er að því að áætlun um næstu skref í ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins liggi fyrir upp úr áramótum.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?