9. fundur 10. maí 2016 kl. 17:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Gyða Árný Helgadóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Formaður lagði til að við bættist dagskrárliður 3. Reiðvegagerð 2016. Það var samþykkt samhljóða. Fundinn sat einnig Guðmundur Daníelsson undir lið 1.

1.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra

1501007

Farið var yfir stöðu mála gagnvart ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu og eftirfarandi bókun gerð:Samgöngu- og fjarskiptanefnd lýsir yfir mikilli ánægju með þann árangur sem náðist fyrir hönd sveitarfélagsins í útboði verkefnisins Ísland ljóstengt. Nú er mikilvægt að vinna verkefnið áfram í öruggum skrefum. Samgöngu- og fjarskiptanefnd leggur áherslu á að haldinn verði íbúafundur sem fyrst þar sem verkefnið verður kynnt, farið yfir þær áætlanir sem liggja fyrir og leitað eftir þátttöku íbúa í verkefninu. Verkefnisstjóra í samráði við sveitarstjóra verði falið að undirbúa slíkan fund og vinna verkefnið áfram í takt við umræður á fundinum.Samþykkt samhljóða

2.Styrkvegir 2016

1603044

Ekki liggur fyrir svar frá Vegagerðinni varðandi umsókn sveitarfélagsins um styrkvegafé en reiknað er með niðurstöðu fyrir 10. júní. Ákveðið að nefndin hittist strax og svar liggur fyrir og forgangsraði verkefnum ársins.Tillaga um að setja 250 þ. í vegagerð við Þjófafoss en sú framkvæmd er í samvinnu við Skógrækt ríkisins.Samþykkt samhljóða.

3.Reiðvegagerð 2016

1604030

Hmf, Geysir hefur fengið úthlutað 2.5 m í reiðvegagerð innan Rangárþings ytra 2016 og óskar eftir mótframlagi.
Samgöngu- og fjarskiptanefnd fagnar framtaki til lagningar reiðvega innan sveitarfélagsins. Ekki er gert ráð fyrir umbeðnu fjármagni í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Nefndin felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með reiðveganefnd Geysis sem kynni þar framtíðarhugmyndir sínar í reiðvegagerð innan sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?