Fundurinn var vettvangsferð vegna styrkvegamála og fundargerðin því færð eftirá. Steindór Tómasson boðaði forföll og varamenn komust ekki.
1.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra
1501007
Staða verkefnisins
Formaður fór stuttlega yfir stöðu mála en niðurstaða liggur fyrir varðandi tilboð í lagningu ljósleiðara auk þess sem tilboð liggja fyrir í allt efni til verksins. Lægsta tilboð í lagningu ljósleiðara er 16% yfir kostnaðaráætlun en efnistilboð um 19% undir áætlun. Sveitarstjóra hefur verið falið að ganga til samninga við lægstbjóðendur að öllum lögformlegum skilyðurm uppfylltum.
2.Styrkvegir 2016
1603044
Vettvangsferð
Farið var í vettvangsferð til að skoða Sandhólaferjuveg milli Háfs og Sandhólaferju. Karl Ólafsson tók á móti nefndarfólki við Háf og sýndi nefndarfólki staðhætti og vegstæði. Nefndin leggur áherslu á að gerður verði nýr vegur í stað þess vegar sem nú er til staðar, sem er niðurgrafinn og að mestu ófær, nema yfir hásumarið. Þá þarf að færa vegstæðið við Sandhólaferju, en núverandi vegslóði liggur þar um hlaðið. Nefndin er sammála um að hið litla styrkvegafé, sem sveitarfélagið fær til ráðstöfunar, dugi hvergi til að hefja þessar nauðsynlega vegabætur.
Nefndin skorar á sveitarstjórn að hún vinni að því með öllum tiltækum ráðum að þessi vegtenging verði að veruleika á allra næstu árum.
Nefndin leggur til að styrkvegafé ársins, sem enn á eftir að ráðstafa, verði m.a. varið í vegslóða frá Borg í Þykkvabæ að Ástarbraut. Það verkefni verði unnið í samvinnu við veiðifélagið, eins og rætt var um á fundinum.
Nefndin skorar á sveitarstjórn að hún vinni að því með öllum tiltækum ráðum að þessi vegtenging verði að veruleika á allra næstu árum.
Nefndin leggur til að styrkvegafé ársins, sem enn á eftir að ráðstafa, verði m.a. varið í vegslóða frá Borg í Þykkvabæ að Ástarbraut. Það verkefni verði unnið í samvinnu við veiðifélagið, eins og rætt var um á fundinum.
Fundi slitið - kl. 19:30.