10. fundur 10. ágúst 2016 kl. 17:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Gyða Árný Helgadóttir aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir varamaður
  • Þröstur Guðnason varamaður
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Fundinn sat einnig Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri undir 1. lið

1.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra

1501007

Upplýsingar um framgang ljósleiðaraverkefnis
GD fór yfir stöðu mála í ljósleiðaraverkefni sveitarfélagsins. Útboð vegna lagningar ljósleiðara í dreifbýli Rangárþings ytra var auglýst þann 30. júlí sl. og er frestur til að skila inn tilboðum settur til 19 ágúst kl. 11:00. Þátttaka í verkefninu er mjög almenn og nánast öll heimili í dreifbýli hafa sótt um tengingu auk þess sem margir sumarbúastaðir hafa óskað eftir aðgangi að kerfinu. Stofnað hefur verið sérstakt fyrirtæki í eigu sveitarfélagsins, Rangárljós, til að halda utanum verkefnið. Sótt hefur verið um fjarskiptaleyfi til Póst- og fjarskiptastofnunar fyrir Rangárljós. Búið er að leggja drög að fyrirkomulagi verkeftirlits en mikilvægt er að tryggja vandvirkni á öllum sviðum verkefnisins m.a. við frágang á lagnaleiðum.

2.Styrkvegir 2016

1603044

Niðurstaða umsóknar, áætlun.
Vegagerðin hefur veitt sveitarfélaginu styrk að upphæð 2.2 m. úr s.k. styrkvegasjóði. Nýting styrksins verður ákveðin á næsta fundi en hann er áætlaður 25 ágúst n.k.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?