13. fundur 10. nóvember 2016 kl. 17:00 - 19:45 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Gyða Árný Helgadóttir aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
  • Þröstur Guðnason varamaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Formaður setti fund og lagði til dagskrárbreytingu þannig að fyrst var tekinn fyrir liður 3. Það var samþykkt. Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri hjá Rangárljósi sat fundinn undir þeim lið.

1.Styrkvegir 2016

1603044

Ráðstöfun styrkvegafjár ársins.
BJM fór yfir framkvæmdir við styrkvegi og sýndi myndir frá vettvangi m.a. frá vel heppnaðri lagfæringu frá Skjólkvíum, upp Trölla á s.k. Hekluvegi eystri. Tillaga var lögð fram um að ráðstafa afgangi ef styrkvegafé í veg við Merkihvol og heflun á Styttingi. Samþykkt samhljóða. Í ljósi umræðna á fundinum var ákveðið að taka saman yfirlit um alla vegi innan sveitarfélagsins sem ekki eru í umsjá vegagerðarinnar og skilgreina þá í flokka gagnvart því hvort þeir séu styrkvegir eða annað. Einnig var rætt um verkefni næsta árs.

2.Snjómokstur

1611023

Fyrirkomulag snjómoksturs ofl.
BJM fór yfir reglur varðandi snjómokstur sem vinna þarf betur í. Málinu frestað til næsta fundar sem haldinn verður fljótlega.

3.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra

1501007

Staða mála hjá Rangárljós
GD sagði frá gangi mála hjá Rangárljósi við lagningu ljósleiðara um sveitarfélagið. Góður gangur er í verkefninu og er það heldur á undan áætlun en jarðvinnu er nær lokið við áfanga 4 og 5. Byrjað verður að blása ljósleiðara í áfanga 1 í næstu viku og þá verða tvö jarðvinnugengi að störfum. Tillaga kom fram um að vera með opið hús á Laugalandi 26. nóvember frá 10-12 með netþjónustuaðilum. Það var samþykkt. ÁS og GD munu undirbúa það og auglýsa.

Fundi slitið - kl. 19:45.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?