14. fundur 11. apríl 2017 kl. 16:30 - 19:40 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Gyða Árný Helgadóttir aðalmaður
  • Steindór Tómasson aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Gestir fundarins voru Hrafnhildur Loftsdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson og Guðmundur Daníelsson.

1.Utanvegaakstur á hálendi Íslands

1704014

Mat og greining loftmynda frá Friðlandi að Fjallabaki. Hrafnhildur Loftsdóttir MSc ritgerð.
Hrafnhildur Loftsdóttir landfræðingur kynnti MSc ritgerð sína sem fjallar um utanvegaakstur á hálendinu með áherslu á Friðland að fjallabaki. Umræður spunnust um verkefnið og mögulega hagnýtingu niðurstaðna þess gagnvart samgöngumálum hjá sveitarfélaginu. Lagt fram til kynningar.

2.Vegir í Rangárþingi

1704013

Kynning á vegaverkefni í Árnessýslu. Ólafur Kr. Guðmundsson verkefnisstjóri.
Ólafur Kr. Guðmundsson verkefnisstjóri hjá EuroRAP á Íslandi kynnti verklag við kortlagningu vegakerfis ákveðinna svæða á Íslandi. Meðal annars kynnti hann vinnu sína fyrir sveitarfélög í Árnessýslu og Ásahreppi. Samgöngu- og fjarskiptanefnd leggur til við sveitarstjórn að láta gera svipaða úttekt fyrir vegi í Rangárþingi og leita samstarfs við Rangárþing eystra um þátttöku í slíku.
Fylgiskjöl:

3.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra

1501007

Guðmundur Daníelsson verkefnisstjóri hjá Rangárljósi fer yfir stöðu mála.
Guðmundur Daníelsson kynnti stöðu mála í ljósleiðaraverkefninu. Verkefnið er á áætlun og þátttaka góð. Fyrirhugað er að halda opinn fund með þjónustuveitum í Menningarheimilinu á Hellu þann 29. apríl n.k. kl. 10-12.

4.Styrkvegir 2017

1704015

Umsókn um styrkvegafé.
Farið yfir lista um þá styrkvegi sem hafa verið lagfærðir frá árinu 2010 en stærsti hluti af styrkvegafé hefur á þessu tímabili farið í heflun en upphæð styrkvegafjár hefur verið á bilinu 2-3 m árlega. Samþykkt tillaga um að formaður og sveitarstjóri gangi frá umsókn á svipuðum nótum og undanfarin ár og sendi inn fyrir tilskilinn tímafrest.

5.Snjómokstur

1611023

Fyrirkomulag snjómoksturs
Lagt fram til kynningar. Unnið verði áfram að sérstökum reglum varðandi snjómokstur og mikilvægt er að hafa samráð við Áshreppinga í málinu.
Næsti fundur áætlaður 18. maí kl. 16:30. Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:40.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?