15. fundur 14. september 2017 kl. 16:30 - 18:10 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Gyða Árný Helgadóttir aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson
Steindór Tómasson var forfallaður.

1.Styrkvegir 2017

1704015

Svar við umsókn um styrkvegafé og ákvarðanir um ráðstöfun.
Styrkvegafé til ráðstöfunar árið 2017 eru 2 m kr. og þegar hafa verið nýttar 635.820 kr til heflunar en eftir standa þá 1.364.180 kr. Tillaga var lögð fram um að ráðstafa styrknum til lagfæringa á vegi í Faxa á Rangárvallaafrétti og til áframhaldandi lagfæringar á leið sem liggur frá Reynifelli að Þorleifsstöðum og Rauðnefsstöðum. Um er að ræða lagfæringar á um 6.5 km kafla sem stemma stigu við utanvegaakstri og landspjöllum á þessu fallega svæði. BJM mun hrinda málinu í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða

2.Snjómokstur

1611023

Fyrirkomulag snjómoksturs ofl.
Lögð fram drög að snjómokstursútboði Vegagerðarinnar. Samgöngu- og fjarskiptanefnd leggur til við sveitarstjórn að láta fara fram verðkönnun í samvinnu við Vegagerðina og Ásahrepp um snjómokstur og hálkuvörn á héraðsvegum, tengivegum og heimreiðum í Rangárþingi ytra og Ásahreppi.

3.Vegir í Rangárþingi

1704013

Vegaverkefni í Rangárþingi.
Sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu samgöngu- og fjarskiptanefndar að láta framkvæma vegaúttekt í sveitarfélaginu í samvinnu við nágranna í Rangárþingi eystra. Farið var yfir lista þeirra vega í byggð sem verða teknir út nú á næstu dögum en í þessum áfanga eru það stofn- og tengivegir í byggð sem eru í fyrsta forgangi. Samgöngu- og fjarskiptanefnd leggur til að fjallvegirnir verði einnig teknir út í framhaldinu.

4.Fjarskiptamál í Rangárþingi ytra

1501007

Upplýsingar um stöðu mála við verklok.
Sveitarstjóri upplýsti að framkvæmdum við ljósleiðaralagningu um allt sveitarfélagið er lokið og allar tengingar virkar. Unnið er að lokauppgjöri sem reiknað er með að verði tilbúið um mánaðamót september/október n.k.
Fundargerð yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?