16. fundur 16. nóvember 2017 kl. 16:30 - 18:10 í fundarsalnum Heklu - Miðjunni
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Gyða Árný Helgadóttir aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Steindór Tómasson boðaði forföll og ekki gafst tími til að boða varamann.

1.Snjómokstur

1611023

Samningar og fyrirkomulag snjómoksturs.
BJM upplýsti að þrír aðilar tóku þátt í verðkönnuninni en lægsta tilboðið var frá Þjótanda ehf. Gengið verður til samninga við lægstbjóðanda og liggur fyrir uppkast að þríhliða samningi milli Vegagerðarinnar, sveitarfélaganna Rangárþings ytra og Ásahrepps og Þjótanda ehf. Samgöngu- og fjarskiptanefnd styður að gengið verði frá fyrirliggjandi samningi. Jafnframt leggur nefndin til að þjónustan verði aukin þannig að mokað verði, ef þörf krefur, allt að 3 daga í viku að öllum heimilum í dreifbýli þar sem fólk hefur lögheimili.

Samþykkt samhljóða.

2.Styrkvegir 2017

1704015

Yfirlit um framkvæmdir ársins.
BJM kynnti lokaúttekt sína á verkefnum haustsins í Faxa á Rangárvallaafrétti og ofaníburð að Þorleifsstöðum og sýndi myndir frá vettvangi. Nefndin er sammála um að vel hafi tekist til og að fjármunir hafi nýst vel. Rætt var um að halda áfram á næsta ári og lagfæra snúningsplan við Þorleifsstaði og ljúka við að bera í síðasta kaflann frá Reynifelli að Þorleifsstöðum. Þetta verði haft í huga þegar sótt verður um styrkvegafé á næsta ári. Jafnframt telur nefndin einboðið að kanna hvort sækja megi um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til slíks verkefnis. Stefnt verði að því að vinna málið áfram m.a. með markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins og undirbúa málið á næsta fundi nefndarinnar í byrjun næsta árs.

3.Vegmerkingar og veganúmer

1711025

Ályktun um að m.a. styrkvegir sveitarfélagsins fái veganúmer.
Formaður lagði fram þá tillögu að óskað yrði eftir samstarfi við vegagerðina um að allir styrkvegir í sveitarfélaginu og vegir að ferðamannastöðum fái sérstakt vegnúmer burtséð frá því hver ber ábyrgð á viðkomandi vegi. Þetta verði gert til þess m.a. að auka öryggi ferðamanna og fjölga aðgengilegum ferðamannastöðum í héraðinu.

Samþykkt samhljóða.

4.Vegir í Rangárþingi

1704013

Staða vegaverkefnis í Rangárþingi.
Staða málsins kynnt. Reiknað er með að skýrslan liggi fyrir á næsta fundi sem áætlaður er 17 janúar 2017 kl. 16:30.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?