17. fundur 17. janúar 2018 kl. 16:30 - 18:10 í fundarsalnum Heklu í Miðjunni á Hellu
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Gyða Árný Helgadóttir aðalmaður
  • Þröstur Guðnason varamaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Jón Matthíasson embættismaður
Fundargerð ritaði: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson Markaðs- og kynningarfulltrúi

1.Styrkvegir 2018

1801021

Undirbúningur styrkvegaumsóknar fyrir árið 2018 og umræður um mögulega aðra styrki m.a. vegna ferðamannastaða. Eiríkur V. Sigurðarson er boðaður til fundar undir þessum lið.
Rætt var um verkefni fyrir styrkvegaumsókn og verður ákvörðun tekin á næsta fundi. Stefnt er á heflun fjallvega og áframhaldandi uppbygginu vega við Þorleifsstaði og nærumhverfi. Samhliða verkefnum fyrir styrkvegaumsóknir verður hugað að gerð áningarstaða með upplýsingaskiltum.

2.Vegir í Rangárþingi

1704013

Kynning á stöðu vegaverkefnisins
Ólafur Guðmundsson er að vinna að verkefninu og mun ljúka því á næstu misserum. Stefnt er að því að Ólafur kynni verkefni á næsta fundi nefndarinnar.

3.Vegmerkingar og veganúmer

1711025

Samvinna við vegagerðina um að styrkvegir sveitarfélagsins fái veganúmer.
Haft hefur verið samband við Vegagerðina og hefur hún tekið vel í erindið. Formaður nefndarinnar hefur samband við Vegagerðina um næstu skref í þessu verkefni.

4.Göngu- og reiðleiðir í Rangárþingi ytra

1801022

Staða mála varðandi frágang á stígum við Hellu ofl.
Rætt var um göngu- og reiðleiðir í sveitarfélaginu.

Stígur sem lá frá brúnni yfir Ytri-Rangá að Trésmiðjunni Rangá var ekki færð í fyrra horf eftir framkvæmdir. Nefndin leggur til að þessi stígur verði lagfærður hið fyrsta.

Nefndin leggur til að skilgreint verði betur hvaða nefnd eða nefndir eigi að fjalla um þessi mál.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?