18. fundur 04. apríl 2018 kl. 16:30 - 19:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Gyða Árný Helgadóttir aðalmaður
  • Jóhann Björnsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
Einnig sátu fundinn Guðni G. Kristinsson frá Þjónustumiðstöð og Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur.

1.Vegir í Rangárþingi

1704013

Ólafur Kr. Guðmundsson kynnir drög að skýrslu sinni.
Farið var yfir skýrsluna sem er að mestu á formi myndbanda og mynda af vegum í sveitarfélaginu. Mikilvægur þáttur í skýrslugerðinni er úttekt á einstökum vegum með tilliti til öryggis og slysatíðni. Sjónum er sérstaklega beint að atriðum eins og yfirborðsmerkingum, brotnum köntum í vegum, sprungumyndun í slitlagi, breidd vega og akreina, hámarkshraða og hlutfalli malarvega. Í kjölfar umræðna á fundinum var ákveðið að bæta nokkrum atriðum við skýrsluna áður en hún yrði gerð opinber en tillaga nefndarinnar er að blásið verði til opins íbúafundar sem fyrst um samgöngumál þar sem fulltrúar vegagerðar og samgöngumála verða einnig boðaðir.

2.Ný reglugerð um vegi í náttúru Íslands

1804001

Reglugerðin kom út í febrúar sl. og er sett í tengslum við lög um náttúruvernd.
Lögð fram til kynningar ný reglugerð um vegi í náttúru Íslands. Rætt um mikilvægi þess að halda áfram við flokkun vega og slóða sem farið var af stað með fyrir um 15 árum síðan á vegum sveitarfélagsins. Lagt er til að sveitarfélagið taki upp viðræður við Vegagerðina um áframhald málsins.

3.Styrkvegir 2018

1801021

Umsókn til Vegagerðarinnar.
Umsókn sveitarfélagsins um styrkvegafé til vegagerðarinnar lögð fram en sótt er um 13.9 m til 7 verkefna á svipuðum nótum og undanfarin ár.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 19:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?