1. fundur 25. júlí 2018 kl. 13:00 - 17:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Helga Fjóla Guðnadóttir aðalmaður
  • Borghildur Kristinsdóttir aðalmaður
  • Viðar Steinarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Guðni Kristinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Erindisbréf og nefndaskipan 2018-2022

1807010

Kynning á verkefnum nefndarinnar, erindisbréfi og skipan varaformanns.
Engilbert Olgeirsson formaður bauð fulltrúa nýrrar nefndar velkomna til fundar og vettvangsferðar. Farið var yfir erindisbréf nefndarinnar en skv. því ber að skipa varaformann á fyrsta fundi. EO lagði til að Helga Fjóla Guðnadóttir yrði kosinn varaformaður og var það samþykkt samhljóða. Rætt var um heppilegan fundartíma fyrir nefndina og var niðurstaðan sú að miða við að fundartími verði að jafnaði kl 16:00 á virkum dögum.

2.Styrkvegir 2018

1801021

Niðurstaða umsóknar um styrkvegi 2018
Fyrir liggur svar vegagerðarinnar við umsókn sveitarfélagsins um styrkvegafé. Úthlutuð upphæð er 1.900.000. Sveitarstjóra falið að ganga frá formlegum samningi við vegagerðina um þessa upphæð. Nefndin harmar að styrkvegafé lækki ár frá ári því sagan sýnir að þessir fjármunir hafa nýst afar vel og með hagkvæmum hætti. EO lagði fram yfirlit um styrkvegi og framkvæmdir árin 2010-2017. Ákveðið að fara betur yfir áherslur og úthlutanir ársins í vettvangsferðinni og leggja fram tillögur á næsta fundi.

3.Vettvangsferð Samgöngu- og fjarskiptanefndar júlí 2018

1807011

Vettvangsferð að Reynifelli, Þorleifsstöðum og Réttarnesi.
Nefndarmenn lögðu af stað í vettvangsferð um kl 13:40. Niðurstaða þeirrar ferðar um áherslur varðandi verkefni verða rædd á næsta fundi nefndarinnar sem áætlaður er fljótlega.
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?