3. fundur 06. febrúar 2019 kl. 16:00 - 18:00 að Suðurlandsvegi 1-3
Nefndarmenn
  • Engilbert Olgeirsson formaður
  • Sævar Jónsson aðalmaður
  • Helga Fjóla Guðnadóttir aðalmaður
  • Viðar Steinarsson aðalmaður
  • Jóhanna Hlöðversdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Guðni Kristinsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri

1.Vegir í Rangárþingi

1704013

Úttekt Ólafs Guðmundssonar - næstu skref og tillögur til Vegagerðar.
Nefndin vann með niðurstöður úr vegaúttekt Ólafs Kr. Guðmundssonar og ábendingar sem þar koma fram. Það liggur fyrir að sérkenni á vegakerfi í Rangárþingi ytra er hlutfallslega mjög mikið af malarvegum en alls þarf að klæða um 80 km. Það er tillaga nefndarinnar að Landvegurinn verði skilgreindur sem stofnvegur og malbikun þeirra 13.5 km sem þar eru eftir, fylgi fjárhagsramma stofnvega. Þá er það tillaga nefndarinnar að lagt verði upp með að skipta klæðningu þeirra tengivega sem eftir eru upp í fjóra áfanga til næstu fjögurra ára. Um er að ræða Hagabraut(19,52 km), Rangárvallaveg (11,45 km), Þingskálveg (19,1 km) og síðan aðra styttri vegi þ.e. Árbæjarveg, Bjallaveg, Sumarliðabæjarveg og Bakkabæjaveg. Ekki er tekin afstaða til innbyrðis forgangsröðunar þessara fjögurra áfanga. Lagt er til að verkefnið verði lagt upp með þessum hætti við yfirvöld vegamála.

Samþykkt samhljóða.

2.Snjómokstur

1611023

Viðmiðunarreglur og leiðbeiningar
Mikilvægt er að upplýsa íbúa vel um þær viðmiðunarreglur sem í gildi eru varðandi snjómokstur í sveitarfélaginu. Lögð var fram tillaga að slíkum viðmiðunarreglum út frá þeim samningi sem í gildi er við Vegagerðina og var ritara falið að ganga frá textanum í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

3.Göngu- og reiðbrú yfir Þjórsá ofan Þjófafoss

1805006

Minnisblað frá fundi með Landsvirkjun
Lagt fram til kynningar.

4.Styrkvegir 2019

1902001

Umsókn til Vegagerðar.
Tillaga um að fela sveitarstjóra að senda inn umsókn um styrkvegafé með svipuðum hætti og undanfarin ár um leið og auglýst verður á vef Vegagerðarinnar.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:
Fundargerðin yfirlesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?