- Íbúar
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn
- Stjórnsýsla
- Fundargerðir
- Næstu fundir
- Gjaldskrár
- Afsláttarreglur
- Álagningarprósentur, afslættir og gjaldskrár
- Gjaldskrá byggingaleyfisgjalda
- Gjaldskrá frystihólfa í Þykkvabæ
- Gjaldskrá fyrir geymslusvæði
- Gjaldskrá fyrir hunda og kattahald
- Gjaldskrá Heimaþjónustu
- Gjaldskrá Íþróttamiðstöðva
- Gjaldskrá jarðvegsnámu í landi Gaddstaða
- Gjaldskrá Odda bs
- Gjaldskrá sorphirðu
- Gjaldskrá Vatnsveitu
- Gjaldskrá fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa
- Gjaldskrá Rangárljós
- Nefndir og ráð
- Stefnur og áætlanir
- Samþykktir og reglur
- Reglur um heimgreiðslur
- Fjallskilasamþykkt
- Reglur um styrk á móti fasteignagjöldum
- Samþykkt um hunda- og kattahald
- Samþykkt um stjórn Rangárþings ytra
- Innkaupareglur Rangárþings ytra
- Reglur um styrki vegna veghalds í frístundabyggðum
- Reglur um garðslátt fyrir ellilífeyris- og örorkulífeyrisþega í Rangárþingi ytra
- Verklagsreglur um viðauka við fjárhagsáætlun
- Fjárhagsáætlanir og ársreikningar
- Skýrslur
- Skipurit Rangárþings ytra
- Fundargerðir Hreppsnefndar Rangárþings ytra 2002-2006
- Fundargerðir Hreppsnefndar Rangárþings ytra 2006-2010
- Fundargerðir Hreppsnefndar Rangárþings ytra 2010-2014
- Skipulagsmál
- Rangárþing ytra
- Byggðasamlög
- Samstarfsverkefni
- B-hluta fyrirtæki
- Reikningar
- Íbúadyr
1. Hver eru þrjú helstu forgangsverkefni í nýframkvæmdum er varða samgöngur í sveitarfélaginu ykkar?
Tillaga að svari: Fyrsta forgangsverkefni er að klæða 80 km af malartengivegum með bundnu slitlagi innan sveitarfélagsins. Í öðru lagi er mikilvæg hringtenging í gegnum Þykkvabæ um Sandhólaferjuveg. Í þriðja lagi er heilsársferðamannavegur að Skjólkvíum við Heklu af Landvegi.
2. Hver eru þrjú helstu forgangsverkefni í rekstri og viðhaldi samgöngumannvirkja í sveitarfélaginu ykkar?
Tillaga að svari: Í fyrsta lagi er aukið viðhald á heimreiðum innan sveitarfélagsins. Í öðru lagi er viðhald hinna gríðarlega fjölförnu Fjallabaksleiða syðri og nyrðri. Í þriðja lagi er lögð áhersla á viðhald og umferðaröryggi á Þjóðvegi 1 s.s. að- og fráreinar við fjölfarna tengivegi og hringtorg við Hellu.
3. Ef horft er á Suðurland sem heild, hvaða þrjár samgönguframkvæmdir myndi sveitarsjórn ykkar setja fremst á blað, aðrar en í ykkar sveitarfélagi?
Tillaga að svari: Miðað við núverandi leið um Suðurland þá eru mikilvægast að fá nýja brú yfir Ölfusá og að lágmarki 2 plús 1 veg úr Reykjavík og austur. Sú samgönguframkvæmd sem myndi hins vegar bylta samgöngum um Suðurland til langrar framtíðar væri að halda áfram með Suðurstrandarveg.
4. Hver er afstaða sveitarstjórnar er varða áætlanir ríkisstjórnar um veggjöld?
Tillaga að svari: Áður en tekin er afstaða til málsins þyrftu forsendur að liggja skýrar fyrir.
5. Hvaða sýn hefur sveitarstjórn á fyrirkomulag almenningssamgangna á Suðurlandi?
Tillaga að svari: Mikilvægt að boðið sé upp á tryggar og öruggar almenningssamgöngur um Suðurland.
6. Annað sem sveitarstjórn vill koma á framfæri við samgöngunefnd SASS?
Tillaga að svari: Að stofnvegakerfið verði tekið til endurskoðunar og að Landvegur og Þykkvabæjarvegur verði gerðir að stofnvegum. Einnig leggur nefndin til að yfirvöld skoði hvort nýta megi svipaða aðferðafræði og gert var í "Ísland ljóstengt" verkefninu og reyndist vel til að flýta framkvæmdum og gera þær hagkvæmari.